Fótbolti

Vantar allt „Messi“ í tölur Lionel Messi í útsláttarkeppnum með Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi gengur af velli í nótt.
Lionel Messi gengur af velli í nótt. Getty/Bruna Prado
Lionel Messi vinnur ekki titil með Argentínska landsliðinu í ár. Það var ljóst í nótt eftir Argentína tapaði undanúrslitaleik Copa America á móti Brasilíu.

Lionel Messi hefur raðað inn mörkum og titlum með Barcelona á sínum ferli en allt aðra sögu er að segja af honum á stórmótunum með argentínska landsliðinu.

Það vantar nefnilega allt „Messi“ í tölur Lionel Messi í útsláttarkeppnum með Argentínu. Hann hefur bara skorað 4 mörk í 20 leikjum með argentínska landsliðinu í leikjum upp á líf eða dauða á HM eða í Copa America.



Einu mörk Lionel Messi í útsláttarkeppnum komu í tveimur keppnum, tvö mörk í Copa America 2007 og tvö mörk í Copa America 2016.

Messi náði ekki að skora í útsláttarkeppnum hinna sjö stórmótanna sem hann hefur tekið þátt í með argentínska landsliðinu.  Hann er markalaus í átta leikjum í útsláttarkeppnum heimsmeistaramótsins.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×