Innlent

Kjósa um sameiningu eystra í haust

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður byggðarráðs Fljótsdalshéraðs.
Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður byggðarráðs Fljótsdalshéraðs. Fréttablaðið/Valli
Kjósa á á um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi 26. október í haust.

„Þeim sem eru búin að vera að vinna í þessu líst ágætlega á þetta en það er erfitt að átta sig á því hvað fólki finnst, það eru mismunandi sjónarmið í flestum sveitarfélögunum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður byggðarráðs Fljótsdalshéraðs.

Sveitarfélögin sem um ræðir eru Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður. Stefán Bogi segir að undirbúningsnefnd sé búin að fara yfir fjárhagslegar forsendur og setja upp ákveðnar tillögur. „Verið er að leggja lokahönd á gögn sem kynnt verða á íbúafundum,“ segir hann.

Til að sveitarfélögin fjögur sameinist þarf einfaldan meirihluta í hverju þeirra. „Verði tillagan ekki samþykkt í öllum sveitarfélögunum er heimilt að sameina þau sveitarfélög þar sem íbúar samþykktu, að því gefnu í þeim búi að minnsta kosti ? íbúanna og að ? hluti sveitarfélaganna samþykki,“ segir í frétt á vef Fljótsdalshéraðs.

Stefán Bogi útskýrir að þetta þýði að vegna íbúafjölda geti þrjú af sveitarfélögunum sameinast jafnvel þótt eitt samþykki ekki svo framarlega sem Fljótsdalshérað sé eitt þeirra þar sem sameiningin verður samþykkt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×