Telja eldinn hafa komið upp í rafhlöðurými kafbátsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:39 Pútín forseti í Severomorsk-flotastöðinni í Múrmansk árið 2014. Kafbáturinn er sagður kominn þangað. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49
Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33