Vilja búa til ísgöng í stað hella sem eru að bráðna í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Íshellir sem ferðamenn skoða á vegum Mountaineers of Iceland í Suðurjökli. Mynd/Mountaineers of Iceland „Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það verður að bregðast við breytingum, ekki síst þegar ferðamönnum er að fækka, til að hafa eitthvað upp á að bjóða,“ segir Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland, sem vilja fá að gera ísgöng í Suðurjökli í Langjökli. Í umsókn Mountaineers of Iceland til Bláskógabyggðar frá í apríl er óskað eftir 50 sinnum 500 metra lóð á Suðurjökli við Skálpanes til að gera manngerð ísgöng. Afgreiðslu málsins var frestað í maí en var aftur tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í gær þar sem umsóknin var samþykkt. „Við höfum verið að sýna ferðamönnum náttúrulega íshella í jökulsporðinum. Þeir eru bara að bráðna í burtu,“ segir Herbert sem kveður bráðnunina vera mjög hraða. Aðspurður hvort ísgöngin verði lík þeim sem eru í vestanverðum Langjökli segir Herbert nýju göngin aðeins vera um eitt hundrað metrar að lengd en ekki um fimm hundruð. „Við verðum í um sjö til átta hundrað metra hæð, það er eiginlega í jökulsporðinum. Við ætlum að reyna að vera í sem þéttustum ís þannig að þetta haldist sem best og ísinn sé glær svo það sé hægt að sjá inn í hann,“ útskýrir Herbert.Herbert Hauksson, hjá Mountaineers of Iceland.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar veitti í gær leyfi til eins árs fyrir starfsemi á svæðinu. „Verði breyting á aðalskipulagi samþykkt eins og óskað er eftir, yrði skilgreind lóð fyrir íshelli, gerður samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins á grundvelli reglna um þjóðlendur, og lóðin auglýst til úthlutunar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. „Þetta er allt á byrjunarstigi,“ undirstrikar Herbert. „Þetta er kapphlaup við tímann því hinir hellarnir eru að hverfa,“ segir Herbert sem kveður jöklaskoðun mjög vinsæla meðal ferðamanna. „Jöklarnir eru náttúrlega á hverfanda hveli í hlýnandi loftslagi og mönnum finnst þeir vera mjög sérstakir. Þeir vilja komast inn í jökulinn eða inn í einhvers konar göng,“ segir Herbert.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira