Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 20:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu fimm smáhýsa sem Reykjavíkurborg áætlar að byggja við Héðinsgötu í Reykjavík. Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur í fyrsta sinn samþykkt deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir þetta í fyrsta sinn sem heimilislausum býðst slíkt úrræði óháðöðrum vanda, það sé því ekki gerð krafa á að fólk neyti ekki vímuefna eða áfengis á svæðinu. „Til dæmis getur það verið mikilvægt fyrir fólk í fíknivanda að fá fyrst örugga búsetu áður en það getur tekið önnur jákvæð skref,“ segir Dóra Björt, hún segir þetta hugmyndafræði sem snúist um að öruggt húsaskjól hafi skaðaminnkandi áhrif. Hún bendir á að mjög flókið sé að finna hentugt svæði en samþykkt hefur verið að reisa fimm smáhýsi á Höfðabakka 5 sem og fimm við Héðinsgötu 8. Athygli vekur við Héðinsgötu að öðru megin við svæðið er Alanó klúbburinn, þar sem flestir AA fundir í Reykjavík fara fram og hinumegin er áfangaheimilið Draumasetrið sem er fyrsta stopp margra eftir meðferð. Íbúar þar eru afar ósáttir. „Ég er að hugsa um mitt líf og reyna að halda því gangandi. Ég geri það ekki ef það er verið að detta í það allan sólahringinn hérna fyrir framan við. Ég er edrú og vil halda því áfram, ég vil geta boðið fjölskyldunni minni til mín til dæmis. Ég skil vel að það þurfi að hjálpa þessu fólki, það þurfti að hjálpa mér,“ segir Sara Hörn Hallgrímsdóttir, íbúi Draumasetursins. Erla Ingibjörg Árnadóttir, sem einnig býr þar, tekur undir þetta og bendir á að fíkn sé sjúkdómur, sjúkdómurinn taki stundum yfir og það geti því auðveldlega orðið svo að fólk detti bara í það úti á plani hjá sér. Þetta sé alltof nálægt. „Ef fólk dettur í fíkn inn í húsinu, við erum 40 edrú manns sem búum þarna, og þurfum að labba í gegnum smáhýsin til að komast á AA fund og tala um það. Þá er fíknin sterkar og það eru meiri líkur á að fólk stoppi á leiðinni, fái sér í glas, sprauti sig jafnvel eða annað, áður en það kemst á AA fundinn,“ bætir Sara Hörn við.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“