Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira