Fótbolti

Hélt oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og Copa América

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Ég er með þetta allt á hreinu, strákar.“
"Ég er með þetta allt á hreinu, strákar.“ vísir/getty
Alisson, markvörður Liverpool og brasilíska landsliðsins, hefur átt stórkostlegt tímabil. Hann fullkomnaði með það sigri í Copa America, Suður-Ameríku keppninni, sem lauk í dag.

Alisson stóð í markinu hjá Brasilíu sem vann 3-1 sigur á Perú í úrslitaleiknum á Maracana-leikvanginum í Ríó í kvöld. Markið sem Perú skoraði var það fyrsta sem Alisson fær á sig í mótinu.







Tímabilið hefur verið ótrúlegt hjá Alisson. Hann lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en þar fékk hann Gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.

Liverpool vann til gullverðlauna í Meistaradeildinni en þar hélt Alisson einnig oftast hreinu. Í Suður-Ameríku keppninni hélt Alisson einnig oftast hreinu og batt enda á frábært tímabil hjá sér.







Markvörðurinn er nú væntanlega á leið í verðskuldað sumarfrí áður en hann mætir aftur til starfa hjá Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefst svo um miðjan næsta mánuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×