Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2019 12:15 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landverndar segir framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar byggt á „kolröngum forsendum“. Landvernd er í hópi samtaka sem hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. Framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvaleyrarvirkjunar var samþykkt þann 12. júní síðastliðinn. Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum kærðu bæði framkvæmdaleyfið og deiliskipulag til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála þann 24. júní. Landeigendur byggja kæru sína á eignarrétti þeirra að jörðinni Drangavík og vatnsréttindum sem henni fylgja. Umhverfisverndarsamtökin fern sem hafa nú einnig kært framkvæmdina eru Landvernd, Rjúkandi, Náttúrverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér í morgun segir að kæran byggi meðal annars á því að með framkvæmdinni séu bæði náttúruverndarlög og lög um umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfis brotin. Þá telja samtökin óheimilt að skipta skipulagi og framkvæmdum upp í hluta.Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.Fréttablaðið/EyþórAuður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að samtökin telji framkvæmdaleyfið veitt á afar veikum grunni. „Við teljum náttúrulega að framkvæmdin öll sé byggð á kolröngum forsendum frá byrjun. Varðandi þessa ákveðnu kæru þá er verið að fara í framkvæmdir við fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í nafni rannsókna. Þessar rannsóknir höfum við áður bent á að er auðveldlega hægt að stunda án þess að fara í þetta gríðarmikla rask sem þarna á að fara í.“ Auður segir að nú taki úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæruna til meðferðar og ákveði hvort eigi að ógilda framkvæmdaleyfið. Þangað til halda framkvæmdaraðilar, VesturVerk, sínu striki. „Þangað til að nefndin hefur ákveðið hvort eigi að stöðva framkvæmdirnar þá halda þær áfram eins og ekkert hafi í skorist, eins og engin kæra hafi komið. En það er þá á fjárhagslega ábyrgð þeirra sem standa í framkvæmdunum, þeir geta ekki sótt neinar bætur ef framkvæmdaleyfið verður síðan fellt úr gildi,“ segir Auður. „Þannig að þeir taka ábyrgð á því að fara í framkvæmdir sem þeir vita að er búið að kæra og þeir vita að eru á veikum grunni.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30 VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26 Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fern samtök kæra virkjun í Árneshreppi Ákvörðun sveitarstjórnar Árneshrepps um að veita leyfa til framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði hefur verið kærð af fernum samtökum í náttúruvernd. Fylgja í kjölfar kæru landeigenda. 9. júlí 2019 07:30
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Segir kærum ætlað að tefja framkvæmdir Skiptar skoðanir eru um Hvalárvirkjun en landeigendur hafa meðal annars kært framkvæmdarleyfið. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir kærurnar til þess fallnar að tefja framkvæmdir en hún lítur á virkjunina mikla búbót fyrir byggð á Vestfjörðum. 7. júlí 2019 14:26
Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Kristinsson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsfjarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. 27. júní 2019 06:00