Erlent

Íranir skutu niður banda­rískan eftir­lits­dróna

Atli Ísleifsson skrifar
Dróninn var af gerðinni RQ-4A Global Hawk.
Dróninn var af gerðinni RQ-4A Global Hawk. AP
Eftirlitsdróni á vegum Bandaríkjahers hefur verið skotinn niður af íranska hernum á meðan hann var á flugi yfir Hormuz-sundi við Íran. Þetta staðfesta heraflar beggja ríkja.

Íranir segja drónann hafa verið inni í íranskri flughelgi en Bandaríkjamenn segja hann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi.

Þetta er enn eitt málið í vaxandi spennu á milli ríkjanna en haft er eftir írönskum hershöfðingja að Íranir hafi dregið rauða línu og sent Bandaríkjunum skilaboð um að virða skuli landamæri Írans.

Á mánudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að fjölga ætti bandarískum hermönnum um þúsund í Mið-Austurlöndum vegna vaxandi spennu í heimshlutanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×