Tillögur um jeppaumferð um Vonarskarð lagðar fyrir stjórn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2019 06:00 Vonaskarð er við norðvesturhorn Vatnajökuls, milli Bárðarbungu og Tungnafellsjökuls. „Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
„Það eru alla vega komnar fram ákveðnar hugmyndir um eitthvað sem við höldum að geti leitt til niðurstöðu – fyrr eða síðar,“ segir Guðrún Áslaug Jónsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnarformaðurinn neitar að tjá sig að svo stöddu um þær hugmyndir sem unnar hafa verið eftir að stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ákvað í apríl að setja á fót starfshóp sem hafði það verkefni að skoða óskir um umferð vélknúinna ökutækja um Vonarskarð. Umdeilt hefur verið hvort leyfa eigi slíka umferð. „Stjórn lítur svo á að mikilvægt sé að leita sátta allra aðila í málinu,“ bókaði stjórnin 8. apríl síðastliðinn og fól formanni svæðisráðs í samráði við framkvæmdaráð þjóðgarðsins „að leggja fram lausnamiðaða áætlun“. Guðrún segir að málið verði rætt á stjórnarfundi þjóðgarðsins á mánudag. „Þangað til held ég að það sé best að ég segi sem minnst – ekki fyrr en fundurinn er búinn og hinir stjórnarmennirnir eru búnir að kynna sér það,“ ítrekar hún. Í hugmyndum sem teknar voru saman í febrúar fyrir Guðrúnu um Vonarskarðsmálið segir að „lengi hafi verið skiptar skoðanir um það hvort leyfa skyldi umferð vélknúinna umferð gegnum þetta sérstæða svæði“. Talin eru upp skilyrði fyrir akstursheimild sem fulltrúar ólíkra sjónarmiða gætu fallist á fyrirfram. Meðal þeirra eru að akstursleið sé „fjarri gróðursvæðum, hverasvæðum og öðrum viðkvæmum svæðum sem gefin væru út á hverju ári með hliðsjón af rofi“ og að fyrir lægi „staðfest álit náttúrufræðinga um að skilgreind leið sé þannig valin að lífríki og jarðmyndanir geti ekki raskast sem neinu nemi“. Einnig væri skilyrði að akstursleiðin væri ekki hluti af almennu vegakerfi þjóðgarðsins. „Leiðin hafi þannig ekki áhrif á skilgreiningu víðerna frekar en vetrarakstur á snjó og styðjist við hliðstætt sjónarmið um áhrifaleysi á yfirborð,“ eins og segir í minnisblaðinu. Þá segir að skilyrði þurfi að vera um að akstur um Vonarskarð í atvinnuskyni sé bannaður.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þingeyjarsveit Þjóðgarðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira