Íslenski boltinn

Segja Kára kynntan hjá Víkingi í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kári Árnason hefur verið klettur í vörn íslenska landsliðsins á síðustu árum
Kári Árnason hefur verið klettur í vörn íslenska landsliðsins á síðustu árum vísir/bára
Kári Árnason verður kynntur sem leikmaður Víkings Reykjavíkur í dag samkvæmt frétt RÚV.

Landsliðsmaðurinn Kári æfði með Víkingi í gær samkvæmt heimildum RÚV og þá á allt að vera klárt með kaup og kjör á milli Kára og Víkings.

Kári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðustu ár, fór á bæði EM 2016 og HM 2018 með íslenska liðinu og á í heildina 77 A-landsleiki.

Kári er uppalinn hjá Víkingi og hann spilaði fyrir meistaraflokk liðsins frá 2001 til 2004 þegar hann fór út í atvinnumennsku. Á þeim fimmtán árum sem hann var erlendis spilaði hann í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Kýpur og Tyrklandi.

Félagsskiptaglugginn opnar aftur 1. júlí og þá yrði Kári löglegur með Víkingi. Fyrsti leikur Kára gæti því orðið strax samdægur, í Víkinni á móti nýliðum ÍA mánudagskvöldið 1. júlí.

Víkingur er í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með sjö stig.

Uppfært klukkan 10:52:

Víkingur hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15:30 og samkvæmt heimildum Vísis mun Kári verða þar kynntur til leiks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×