Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. júní 2019 19:00 Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta." Landbúnaður Neytendur Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Sjá meira
Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest. „Við sjáum fram á það að í miðjum júlí verðum við með skort á heilum lambahryggjum," segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Það verður bara búið? „Já." Lambahryggurinn er vinsælasta varan í kjötborðinu og úr honum eru gerðar kótiletturnar sem hafa selst óvenju vel í sumar vegna góðviðris. Hryggurinn er nú að klárast hjá afurðastöðvum og hafa matreiðslumenn og verslanaeigendur slegist um síðustu bitana. Enda er ekki von á meiru fyrr en eftir sláturtíð í haust. „Við erum að skoða möguleika varðandi hvað við getum gert, til að hafa þessa vöru í boði fyrir okkar viðskipavini, og erum að skoða að flytja inn frá Nýja-Sjálandi," segir Gréta.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu bendir á að inn- og útflutninginum fylgi óþarfa kolefnisfótspor. Þá eigi innlenda framleiðslan að duga fyrir íslenska markaðinn. „Á milli fimmtán og tuttugu prósent af framleiðslu síðasta árs var seldur úr landi á síðasta ári, á verði sem er langt undir kostnaðarverði, langt undir því verði sem innlendum verslunum býðst. Í því skyni, vill ég fullyrða, til að geta hækkað verð á innlendum neytendum á því tímabili sem nú fer í hönd, þar sem mesta salan er á þessari vöru," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verslunareigendur sóttu um tollundanþágu vegna yfirvofandi skorts fyrir nokkrum vikum til ráðgjafanefndar um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Andrés segir því hafa verið hafnað, einungis á grundvelli þess að afurðarastöðvarnar sögðust eiga nóg til. Eftir helgi verður sent annað erindi á sömu nefnd í ljósi þess að reyndin sé önnur. Hann segir þetta skipta miklu máli fyrir neytendur. „Það hvort við séum að ræða um vöru sem er flutt inn á fullum tollum eða vöru sem er flutt inn á engum tollum skiptir gríðarlegu máli," segir Andrés.Er þetta mikill verðmunur? „Gifurlegur, það skiptir tugum prósenta."
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Sjá meira