Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 10:30 Bandaríkin fagnar marki fyrr í mótinu. vísir/getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira