Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júní 2019 18:30 Þeir kalla sig Giljagaura, þeir Þráinn Sigurðsson og Samúel Alexandersson, eigendur Zip-line. stöð 2 Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. Um leið er þetta söguganga um eldstöðina Kötlu. Sýnt var frá línubruni í fréttum Stöðvar 2. Katla gnæfir ægifögur en um leið ógnandi yfir byggðinni, en núna má fræðast um hana í óvenjulegum tveggja stunda leiðangri. Þetta er einskonar ævintýraför um fagra náttúru og hamfarasöguna en milli áningarstaða renna ferðamenn sér í línu yfir Grafargil ofan Víkur á nokkrum stöðum. Lengsta línan er 240 metra löng og sú næstlengsta 120 metra löng.Dæturnar Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Katla Þöll Þráinsdóttir með móður sinni, Æsu Guðrúnardóttur, eiganda Zip-line.stöð 2Þau sem stofnuðu fyrirtækið Zip-line um starfsemina kalla þetta Giljagleði, þau Þráinn Sigurðsson, Æsa Guðrúnardóttir, Áslaug Rán Einarsdóttir og Samúel Alexandersson. Línubrunið kom sem viðbót við svifvængjaflug, sem þau hófu saman fyrir fimm árum í fyrirtækinu True Adventures. „Þetta náttúrlega snerist upphaflega um að skapa sér atvinnu og svo núna að gera eitthvað sem manni finnst gaman,“ segir Þráinn en þau Æsa hófu rekstur farfuglaheimilis í Vík fyrir nítján árum.En hvernig gengur að lifa á línubruni? „Það er allavega allt að verða betra og betra. Við byrjuðum 2017, seint um sumarið, og svo í fyrra gekk nokkuð vel. Og svo stefnir í að þetta sé bara ennþá betra í ár heldur en í fyrra,“ segir Samúel. Viðskiptavinir eru einkum erlendir ferðamenn. Þau hafa einnig verið að fá íslenska skólahópa og fyrirtækjahópa í hvataferðum en starfsemin er einnig yfir vetrartímann.Landslagið er fallegt þar sem línubrunið fer fram.stöð 2„Við förum þá bara á mannbroddum og rennum okkur inn í skaflana hérna. Það er opið allt árið í zip-line,“ segir Þráinn. Æsa Guðrúnardóttir er í hópi eigenda og núna kynnir hún dætrum sínum gilið sem var leikvöllur æskuáranna. „Mér þykir sérstaklega vænt um þetta gil því við erum fjórar æskuvinkonur sem eigum hérna leynihelli. Kíktum í hann núna um daginn. Þannig að það er mjög skemmtilegt að koma og leika sér aftur hér, - eftir nokkurra ára pásu. Þá get ég tek þær með í þennan leik,“ segir Æsa og bendir á dæturnar Kötlu Þöll og Arnfríði Máru Þráinsdætur. Samúel segir ferðamenn ánægða með upplifunina. „Þetta er náttúrlega skemmtilegur göngutúr að fara hérna niður. Það er náttúrlega magnað að vera með Kötlu og Mýrdalsjökul bara rétt fyrir aftan okkur. Og allar sögurnar í kringum það og áhrif eldgosa í gegnum tíðina. Svo er náttúrlega ekki leiðinlegt að bruna yfir líka á vírnum.“Hér að neðan má sjá fréttina eins og hún birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira