Uppgjör: Hamilton einfaldlega í annarri deild Bragi Þórðarson skrifar 23. júní 2019 22:00 Lewis Hamilton hefur verið í algjörum sérflokki í Formúlu 1 í ár. vísir/getty Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina. Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nú þegar að þriðjungi tímabilsins í Formúlu 1 er lokið hefur ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, 36 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hamilton tryggði sér sinn sjötta sigur í átta keppnum um helgina er liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, varð annar. Bottas þurfti á sigri að halda í Frakklandi til að minnka muninn í mótinu þar sem Finninn virðist vera sá eini sem getur keppt við Hamilton um titilinn. Mercedes liðið hefur unnið allar keppnir ársins og er nú með 140 stiga forskot á Ferrari. Þó Mercedes bílarnir myndu báðir detta út úr næstu þremur keppnum og Ferrari endaði í fyrsta og öðru myndi ítalska liðið samt ekki komast upp fyrir Mercedes. Viðburðalítill kappaksturHamilton ræsti fyrstur og leiddi alla hringi kappakstursins.GettyFranski kappaksturinn um helgina var frekar dapur. Hamilton leiddi alla hringina og staða efstu fjögurra ökuþóranna breyttist aldrei. Búist var við hörkuslag milli Mercedes ökumannanna sem ræstu á fremstu röð. Valtteri Bottas virtist þó ekki eiga nein svör við ógnarhraða Hamilton. Að lokum endaði Finninn 18 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Charles Leclerc ræsti þriðji og endaði þriðji aðra keppnina í röð. Mónakóbúinn gerði atlögu að Bottas á síðasta hring en komst ekki framúr. Liðsfélagi Leclerc, Sebastian Vettel, hefur verið að keppa við Hamilton um heimsmeistaratitilinn síðustu ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Þjóðverjanum í ár og endaði hann fimmti um helgina. Stutt er í næstu keppni sem fer fram í Austurríki um næstu helgi. Þar er Red Bull á heimavelli og freistar liðið þess að gera betur en fjórða sætið sem Max Verstappen náði um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sjötti sigur Hamilton staðreynd Yfirburðir Lewis Hamilton í Formúlu 1 eru algjörir. 23. júní 2019 16:00