Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Ástríðan var á Meistaravöllum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stórsöngvararnir Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson voru léttir, ljúfir og kátir.
Stórsöngvararnir Geir Ólafsson og Kristján Jóhannsson voru léttir, ljúfir og kátir.
Það var mikið af góðu fólki mætt í stúkuna í Vesturbænum á dögunum er KR tók á móti Valsmönnum í stórskemmtilegum leik sem KR vann, 3-2.

Stefán Árni Pálsson var að sjálfsögðu mættur til þess að taka púlsinn á fólkinu á vellinum. Hitti hann menn eins og Geir Ólafsson, Kristján Jóhannsson, Kristófer Acox og Gary Martin sem hefur spilað bæði fyrir KR og Val.

Gary vildi þó ekki gefa neitt upp um hvort hann hefði stutt KR eða Val í leiknum. Hann er sjálfur að fara að spila fyrir ÍBV í næsta mánuði.

Stutt útgáfa var af þessu innslagi í Pepsi Max-mörkunum í gær en hér að neðan má sjá lengri útgáfu.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Ástríðan á Meistaravöllum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×