Harma misskilning við landamæraeftirlit Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2019 13:45 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir það misskilning hjá starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli að börn á aldrinum 5 til 18 ára sem hafa réttindi ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) skuli fara í gegnum landamæraeftirlitið sem er ætlað farþegum frá öðrum löndum en innan EES. Hann segir leitt að svona misskilningur skuli koma upp og að farið verði yfir verkferla bæði hjá lögreglunni sem sinnir landamæraeftirlitinu og hjá farþegaþjónustunni sem er í höndum Isavia. Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.Ari Edwald, forstjóri MS, vakti athygli á því í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að tveimur börnum hans sem eru 7 ára og 13 ára hafi verið meinað að fara í gegnum landamærahlið fyrir borgara EES, ESB og Sviss. Var honum sagt að börn yngri en fimm ára (EES-borgarar) gætu aðeins farið í gegnum landamærahlið EES þar sem landamæraverðir eru í fylgd með foreldrum en eldri börn þyrftu að fara með foreldrum í gegnum hliðin sem væru fyrir fólk frá löndum utan EES. Börn yngri en 18 ára geta nefnilega ekki notað rafræn landamærahlið sjálf samkvæmt reglum. „Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri,“ sagði Ari í færslu sinni á Facebook sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Þó nokkur umræða skapaðist við færslu Ara og sagði meðal annars Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi leikjafyrirtækisins Plain Vanilla, frá því að hann hefði lent í því sama með sín börn. Í samtali við Vísi segir Ólafur að í tilfelli Ara og barna hans hafi orðið misskilningur. Þau hefðu átt að fara í landamærahliðin til landamæravarða sem eru fyrir EES-borgara og eru til hliðar við rafrænu landamærahliðin þegar komið er inn í landið. „Alltaf þegar það kemur upp eitthvað svona þá talar fólk saman og skoðar hvað við getum lært af þessu. Það er fullur vilji alltaf að reyna að hafa hlutina 100 prósent. En svo koma svona leiðindatilvik og okkur þykir þetta leitt. Upplifunin á náttúrulega að vera eðlileg og fagleg þegar farið er í gegn um þessa einingu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurVerklaginu ekki fylgt Þá ritar Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, athugasemd við færslu Ara í dag en hann tók einnig þátt í umræðum á þræðinum í gær. Í athugasemd sinni í dag segir Guðjón að Isavia hafi í framhaldi af athugasemdum Ara kannað framkvæmd landamæraeftirlits í gær og hvort verklagið hefði verið í samræmi við reglur og vinnulag lögreglustjóra. Í ljós hafi komið að í tilviki Ara og barna hans var verklaginu ekki fylgt og biðst Guðjón velvirðingar á því fyrir hönd Isavia. Farið verður yfir allt verklag í þessu sambandi til að tryggja að allir fái rétta þjónustu: „Nú liggur fyrir að vissulega gilda þær reglur að börn yngri en 18 ára geti ekki notað sjálfvirku hliðin sjálf. Fyrir þennan hóp er hins vegar hliðarleið við sjálfvirku hliðin þannig að börn yngri en 18 ára og fólk í fylg með þeim, sem falla undir reglur og lög um EES borgara, geti farið beint til landamæravarða handan þeirra til vegabréfaskoðunar. Athugun okkar hefur leitt í ljós að verklaginu hafi ekki verið fylgt í þessu tilviki og er það miður. Nú verður farið yfir allt okkar verklag í þessu sambandi þannig að tryggt sé að allir fái rétta þjónustu á sínu ferðalagi og hún sé í samræmi við lög og reglur. Við hjá Isavia viljum biðjast velvirðingar á þessu og þökkum fyrir þessa ábendingu,“ segir Guðjón við færslu Ara. Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ólafur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir það misskilning hjá starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli að börn á aldrinum 5 til 18 ára sem hafa réttindi ríkisborgara innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) skuli fara í gegnum landamæraeftirlitið sem er ætlað farþegum frá öðrum löndum en innan EES. Hann segir leitt að svona misskilningur skuli koma upp og að farið verði yfir verkferla bæði hjá lögreglunni sem sinnir landamæraeftirlitinu og hjá farþegaþjónustunni sem er í höndum Isavia. Ari Edwald, forstjóri Mjókursamsölunnar.Ari Edwald, forstjóri MS, vakti athygli á því í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að tveimur börnum hans sem eru 7 ára og 13 ára hafi verið meinað að fara í gegnum landamærahlið fyrir borgara EES, ESB og Sviss. Var honum sagt að börn yngri en fimm ára (EES-borgarar) gætu aðeins farið í gegnum landamærahlið EES þar sem landamæraverðir eru í fylgd með foreldrum en eldri börn þyrftu að fara með foreldrum í gegnum hliðin sem væru fyrir fólk frá löndum utan EES. Börn yngri en 18 ára geta nefnilega ekki notað rafræn landamærahlið sjálf samkvæmt reglum. „Ég fullyrði að enginn lagagrundvöllur er fyrir þessari mismunun íslenskra borgara eftir aldri,“ sagði Ari í færslu sinni á Facebook sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Þó nokkur umræða skapaðist við færslu Ara og sagði meðal annars Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi leikjafyrirtækisins Plain Vanilla, frá því að hann hefði lent í því sama með sín börn. Í samtali við Vísi segir Ólafur að í tilfelli Ara og barna hans hafi orðið misskilningur. Þau hefðu átt að fara í landamærahliðin til landamæravarða sem eru fyrir EES-borgara og eru til hliðar við rafrænu landamærahliðin þegar komið er inn í landið. „Alltaf þegar það kemur upp eitthvað svona þá talar fólk saman og skoðar hvað við getum lært af þessu. Það er fullur vilji alltaf að reyna að hafa hlutina 100 prósent. En svo koma svona leiðindatilvik og okkur þykir þetta leitt. Upplifunin á náttúrulega að vera eðlileg og fagleg þegar farið er í gegn um þessa einingu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi.Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurVerklaginu ekki fylgt Þá ritar Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, athugasemd við færslu Ara í dag en hann tók einnig þátt í umræðum á þræðinum í gær. Í athugasemd sinni í dag segir Guðjón að Isavia hafi í framhaldi af athugasemdum Ara kannað framkvæmd landamæraeftirlits í gær og hvort verklagið hefði verið í samræmi við reglur og vinnulag lögreglustjóra. Í ljós hafi komið að í tilviki Ara og barna hans var verklaginu ekki fylgt og biðst Guðjón velvirðingar á því fyrir hönd Isavia. Farið verður yfir allt verklag í þessu sambandi til að tryggja að allir fái rétta þjónustu: „Nú liggur fyrir að vissulega gilda þær reglur að börn yngri en 18 ára geti ekki notað sjálfvirku hliðin sjálf. Fyrir þennan hóp er hins vegar hliðarleið við sjálfvirku hliðin þannig að börn yngri en 18 ára og fólk í fylg með þeim, sem falla undir reglur og lög um EES borgara, geti farið beint til landamæravarða handan þeirra til vegabréfaskoðunar. Athugun okkar hefur leitt í ljós að verklaginu hafi ekki verið fylgt í þessu tilviki og er það miður. Nú verður farið yfir allt okkar verklag í þessu sambandi þannig að tryggt sé að allir fái rétta þjónustu á sínu ferðalagi og hún sé í samræmi við lög og reglur. Við hjá Isavia viljum biðjast velvirðingar á þessu og þökkum fyrir þessa ábendingu,“ segir Guðjón við færslu Ara.
Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira