7 leiðir til að hjálpa nýliða að ná árangri í starfi Alfreð kynnir 26. júní 2019 14:00 Michael D. Watkins, höfundur bókarinnar The First 90 Days, skrifaði nýverið grein í Harvard Business Review þar sem hann fer yfir 7 atriði sem gott er fyrir stjórnendur að hafa á bakvið eyrað þegar nýr starfsmaður kemur inn í teymið.Það er stjórnendum og fyrirtækjum í hag að nýir starfsmenn komist hratt, vel og örugglega inn í starf sitt. Michael D. Watkins, höfundur bókarinnar The First 90 Days, skrifaði nýverið grein í Harvard Business Review þar sem hann fer yfir 7 atriði sem gott er fyrir stjórnendur að hafa á bakvið eyrað þegar nýr starfsmaður kemur inn í teymið. Hér er stiklað á stóru:1. Þekktu áskoranir nýliðans Nýr starfsmaður þekkir ekki fyrirtækjamenninguna, ferlana og fólkið. Þetta getur skapað ákveðið óöryggi sem síðan leiðir til þess að starfsmaðurinn heldur sig við það sem hann kann eða reynir að hafa svör við öllu í stað þess að spyrja spurninga og reyna að finna út hvernig hann getur skapað mesta virðið. Þess vegna þurfa stjórnendur að fullvissa nýliðann um að það sé mikilvægara að þeir læri inn á fyrirtækið, menningu þess og markmið fyrstu dagana heldur en að þeir láti til sín taka.2. Flýttu lærdómsferlinuÞví hraðar sem nýr starfsmaður kynnist fyrirtækinu og hlutverki sínu innan þess því líklegra er að hann muni ná árangri fyrstu mánuðina í starfi. Til að flýta þessu ferli þá þurfa stjórnendur fyrst að fókusa á 3 svið þekkingar: Tæknilega þekkingu. Innsýn inn í kjarna fyrirtækisins, t.d. vörurnar, viðskiptavinina, tækni og kerfi. Menningarlega þekkingu. Viðhorf og gildi fyrirtækisins. Pólitíska þekkingu sem snýr að því hvernig ákvarðanir eru teknar og að starfsmaður átti sig á hverjir geta veitt honum stuðning í starfi. Stjórnendur þurfa ekki einungis að velta því fyrir sér hvernig þeir geta hjálpað nýliðanum heldur líka hverjir séu best til þess fallnir að útvega honum þær upplýsingar sem hann þarf til að læra inn á fyrirtækið og hlutverk sitt.3. Ýttu undir tengsl við samstarfsfólkÞví fyrr sem nýr starfsmaður myndar tengsl við samstarfsfólk sitt því betra og það er ýmislegt sem stjórnendur geta gert til þess að ýta undir að tengsl myndist. Til að byrja með er mikilvægt að teymið skilji hvers vegna nýi starfsmaðurinn var ráðinn og hvert hlutverk hans er, hvaða markmiðum honum er ætlað að ná. Þá er mikilvægt að stjórnendur kynni nýja starfsmannninn fyrir öllu samstarfsfólki og geri þeim ljóst að þess er vænst af þeim að þeir aðstoði nýliðann við að læra inn á fyrirtækið og starfsemina. 4. Tengdu nýliðann við hagsmunaaðila Það eru án efa aðilar innan fyrirtækisins, utan teymisins, sem munu hafa áhrif á árangur nýliðans í starfi og það er ekki alltaf augljóst hvaða aðilar þetta eru, af hverju þeir eru mikilvægir og hvernig sé best að tengjast þeim. Einföld leið fyrir stjórnendur til að greiða leiðina er að búa til lista af nöfnum ásamt stuttri kynningu á hverjum og einum og kynna síðan nýliðann fyrir þessum aðilum og útskýra fyrir honum hvers vegna það skiptir máli að hann tengist þessum tiltekna aðila. 5. Stilltu fókus nýliðansSamtal við nýliðann þar sem farið er yfir hvers er vænst af honum mun hafa áhrif á árangur hans í starfi. Í slíku samtali er farið yfir verkefnin, markmið fyrirtækisins/teymisins, hver strategían er til að ná þeim markmiðum sem teymið hefur sett sér og af hverju starfsmaður ætti að leggja sig fram um að framfylgja sýn fyrirtækisins/teymisins og ná markmiðum þess. Með því að fara yfir markmið og mögulegar leiðir að þeim má ýta undir skilning starfsmannsins á því hvað hann þarf að gera til að ná árangri.6. Tryggðu litlu sigrana snemma Litlir sigrar í upphafi eru góð leið til að ýta undir sjálfstraust og trúverðuleika nýliðans. Nýir starfsmenn vilja yfirleitt sanna sig og það getur orðið til þess að þeir taka of mikið að sér of fljótt og missa fókus. Stjórnendur ættu að reyna að tryggja þessa litlu sigra snemma með því að hjálpa nýliðanum að átta sig á því hvaða verkefni eru mikilvægust og forgangsraða þeim. Einnig ætti að benda honum á leiðir, sem eru viðurkenndar innan fyrirtækisins, til ná sigrunum og taka framförum. 7. Þjálfaðu til árangurs Það er ekki skynsamlegt að leggja alla áherslu á fyrstu daga nýliðans og skilja hann síðan eftir og sjá hvort að hann „syndi eða sökkvi“. Það tekur tíma fyrir nýjan starfsmann að ná tökum á starfinu og því er mikilvægt að halda áfram að veita honum stuðning. Þetta getur verið eitthvað jafn einfalt eins og að athuga reglulega hvernig honum gengur og líður, mögulega aðra hverja viku þangað til að það er ekkert lengur til að tala um. Stjórnendur ættu einnig að stökkva inn í þegar þeir sjá að starfsmaðurinn á í erfiðleikum, t.d. með að mynda tengsl. Það er oft farið mjúkum höndum um nýliða og vandamál skrifuð á byrjendaörðugleika. Þessi hugsunarháttur getur orðið til þess að nýliðinn lendir í vandræðum sem hann kemur sér ekki út úr og neikvætt andrúmsloft tekur að myndast. Þessi sjö ráð sem Michael gefur koma ekki aðeins að góðum notum þegar starfsmenn koma nýir inn í fyrirtækið heldur einnig þegar starfsmenn færast til í starfi innan fyrirtækisins. Samkvæmt Michael ættu stjórnendur að meðhöndla alla sem koma nýir inn í teymið með sama hætti. Höfundur: Erla BjörgheimHér getur þú lesið greinina eftir Michael D. Watkins á HBR.Fylgstu með á Alfreð blogginu Vistaskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Michael D. Watkins, höfundur bókarinnar The First 90 Days, skrifaði nýverið grein í Harvard Business Review þar sem hann fer yfir 7 atriði sem gott er fyrir stjórnendur að hafa á bakvið eyrað þegar nýr starfsmaður kemur inn í teymið.Það er stjórnendum og fyrirtækjum í hag að nýir starfsmenn komist hratt, vel og örugglega inn í starf sitt. Michael D. Watkins, höfundur bókarinnar The First 90 Days, skrifaði nýverið grein í Harvard Business Review þar sem hann fer yfir 7 atriði sem gott er fyrir stjórnendur að hafa á bakvið eyrað þegar nýr starfsmaður kemur inn í teymið. Hér er stiklað á stóru:1. Þekktu áskoranir nýliðans Nýr starfsmaður þekkir ekki fyrirtækjamenninguna, ferlana og fólkið. Þetta getur skapað ákveðið óöryggi sem síðan leiðir til þess að starfsmaðurinn heldur sig við það sem hann kann eða reynir að hafa svör við öllu í stað þess að spyrja spurninga og reyna að finna út hvernig hann getur skapað mesta virðið. Þess vegna þurfa stjórnendur að fullvissa nýliðann um að það sé mikilvægara að þeir læri inn á fyrirtækið, menningu þess og markmið fyrstu dagana heldur en að þeir láti til sín taka.2. Flýttu lærdómsferlinuÞví hraðar sem nýr starfsmaður kynnist fyrirtækinu og hlutverki sínu innan þess því líklegra er að hann muni ná árangri fyrstu mánuðina í starfi. Til að flýta þessu ferli þá þurfa stjórnendur fyrst að fókusa á 3 svið þekkingar: Tæknilega þekkingu. Innsýn inn í kjarna fyrirtækisins, t.d. vörurnar, viðskiptavinina, tækni og kerfi. Menningarlega þekkingu. Viðhorf og gildi fyrirtækisins. Pólitíska þekkingu sem snýr að því hvernig ákvarðanir eru teknar og að starfsmaður átti sig á hverjir geta veitt honum stuðning í starfi. Stjórnendur þurfa ekki einungis að velta því fyrir sér hvernig þeir geta hjálpað nýliðanum heldur líka hverjir séu best til þess fallnir að útvega honum þær upplýsingar sem hann þarf til að læra inn á fyrirtækið og hlutverk sitt.3. Ýttu undir tengsl við samstarfsfólkÞví fyrr sem nýr starfsmaður myndar tengsl við samstarfsfólk sitt því betra og það er ýmislegt sem stjórnendur geta gert til þess að ýta undir að tengsl myndist. Til að byrja með er mikilvægt að teymið skilji hvers vegna nýi starfsmaðurinn var ráðinn og hvert hlutverk hans er, hvaða markmiðum honum er ætlað að ná. Þá er mikilvægt að stjórnendur kynni nýja starfsmannninn fyrir öllu samstarfsfólki og geri þeim ljóst að þess er vænst af þeim að þeir aðstoði nýliðann við að læra inn á fyrirtækið og starfsemina. 4. Tengdu nýliðann við hagsmunaaðila Það eru án efa aðilar innan fyrirtækisins, utan teymisins, sem munu hafa áhrif á árangur nýliðans í starfi og það er ekki alltaf augljóst hvaða aðilar þetta eru, af hverju þeir eru mikilvægir og hvernig sé best að tengjast þeim. Einföld leið fyrir stjórnendur til að greiða leiðina er að búa til lista af nöfnum ásamt stuttri kynningu á hverjum og einum og kynna síðan nýliðann fyrir þessum aðilum og útskýra fyrir honum hvers vegna það skiptir máli að hann tengist þessum tiltekna aðila. 5. Stilltu fókus nýliðansSamtal við nýliðann þar sem farið er yfir hvers er vænst af honum mun hafa áhrif á árangur hans í starfi. Í slíku samtali er farið yfir verkefnin, markmið fyrirtækisins/teymisins, hver strategían er til að ná þeim markmiðum sem teymið hefur sett sér og af hverju starfsmaður ætti að leggja sig fram um að framfylgja sýn fyrirtækisins/teymisins og ná markmiðum þess. Með því að fara yfir markmið og mögulegar leiðir að þeim má ýta undir skilning starfsmannsins á því hvað hann þarf að gera til að ná árangri.6. Tryggðu litlu sigrana snemma Litlir sigrar í upphafi eru góð leið til að ýta undir sjálfstraust og trúverðuleika nýliðans. Nýir starfsmenn vilja yfirleitt sanna sig og það getur orðið til þess að þeir taka of mikið að sér of fljótt og missa fókus. Stjórnendur ættu að reyna að tryggja þessa litlu sigra snemma með því að hjálpa nýliðanum að átta sig á því hvaða verkefni eru mikilvægust og forgangsraða þeim. Einnig ætti að benda honum á leiðir, sem eru viðurkenndar innan fyrirtækisins, til ná sigrunum og taka framförum. 7. Þjálfaðu til árangurs Það er ekki skynsamlegt að leggja alla áherslu á fyrstu daga nýliðans og skilja hann síðan eftir og sjá hvort að hann „syndi eða sökkvi“. Það tekur tíma fyrir nýjan starfsmann að ná tökum á starfinu og því er mikilvægt að halda áfram að veita honum stuðning. Þetta getur verið eitthvað jafn einfalt eins og að athuga reglulega hvernig honum gengur og líður, mögulega aðra hverja viku þangað til að það er ekkert lengur til að tala um. Stjórnendur ættu einnig að stökkva inn í þegar þeir sjá að starfsmaðurinn á í erfiðleikum, t.d. með að mynda tengsl. Það er oft farið mjúkum höndum um nýliða og vandamál skrifuð á byrjendaörðugleika. Þessi hugsunarháttur getur orðið til þess að nýliðinn lendir í vandræðum sem hann kemur sér ekki út úr og neikvætt andrúmsloft tekur að myndast. Þessi sjö ráð sem Michael gefur koma ekki aðeins að góðum notum þegar starfsmenn koma nýir inn í fyrirtækið heldur einnig þegar starfsmenn færast til í starfi innan fyrirtækisins. Samkvæmt Michael ættu stjórnendur að meðhöndla alla sem koma nýir inn í teymið með sama hætti. Höfundur: Erla BjörgheimHér getur þú lesið greinina eftir Michael D. Watkins á HBR.Fylgstu með á Alfreð blogginu
Vistaskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira