Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 21:50 John Sanders sagði af sér í dag. Getty/Moneymaker John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30