Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Arnar Tómas skrifar 26. júní 2019 07:00 WOW Cyclothon keppnin fór af stað í gær. Fréttablaðið/Valli Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27
Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58