Vilja breyta hegðun með skattlagningu Ari Brynjólfsson skrifar 26. júní 2019 07:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. „Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30