Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Aðalheiður Ámundadóttir og Daníel Freyr Birkisson skrifar 26. júní 2019 08:00 Málefni Íslandspósts hafa ítrekað verið umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. Fréttablaðið/Ernir Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. „Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálfkáki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Björn tekur sem dæmi að í skýrslunni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármálaráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts. Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til samskipta stjórnar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eftirlitsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga. „Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostnaðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví. Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsluna sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið framkvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í því breytilega umhverfi sem starfsgreinin býr við. Íslandspóstur hefur glímt við fjárhagsvanda að undanförnu. Fyrirtækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni. Tap fyrirtækisins í fyrra nam 293 milljónum króna. Fjórar tillögur að úrbótum eru útlistaðar í úttektinni sem ákveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu tillögunni bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu sé mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Íslandspóst. Önnur tillagan miðar að því að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigandastefnu fyrir Íslandspóst vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins. Þá þurfi að efla eftirlit en ríkisendurskoðandi leggur áherslu á að ráðuneyti og eftirlitsstofnanir túlki eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti með sama hætti og stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að lokum sé full ástæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Íslandspósts, einkum hvað varðar að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli. Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hlutafé, lánsfé eða bein fjárframlög frá ríkinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir eftirlitsstofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. „Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálfkáki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Björn tekur sem dæmi að í skýrslunni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármálaráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts. Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til samskipta stjórnar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eftirlitsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga. „Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostnaðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví. Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsluna sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lögbundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið framkvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í því breytilega umhverfi sem starfsgreinin býr við. Íslandspóstur hefur glímt við fjárhagsvanda að undanförnu. Fyrirtækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðarlán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjárlögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrirtækið myndi ráðast í endurskipulagningu á starfseminni. Tap fyrirtækisins í fyrra nam 293 milljónum króna. Fjórar tillögur að úrbótum eru útlistaðar í úttektinni sem ákveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu tillögunni bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu sé mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Íslandspóst. Önnur tillagan miðar að því að stjórnvöld ráðist í mótun sérstakrar eigandastefnu fyrir Íslandspóst vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins. Þá þurfi að efla eftirlit en ríkisendurskoðandi leggur áherslu á að ráðuneyti og eftirlitsstofnanir túlki eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti með sama hætti og stundi forvirkt eftirlit út frá sameiginlegri heildarsýn. Að lokum sé full ástæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Íslandspósts, einkum hvað varðar að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli. Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frekari fyrirgreiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hlutafé, lánsfé eða bein fjárframlög frá ríkinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17 Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. 25. júní 2019 23:17