Segja mörgum spurningum um Íslandspóst enn ósvarað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 13:15 Þingmenn segja mörgum spurningum enn ósvarað vegna Íslandspósts. FBL/Ernir Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Alþingi Íslandspóstur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið og fyrrverandi og núverandi forstjórar Íslandspósts verða kallaðir fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þar sem mörgum spurningum er ennþá ósvarað um rekstrarvanda Íslandspósts að sögn formanns nefndarinnar. Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur að Póst-og fjarskiptastofnun verði einnig kölluð fyrir nefndina. Ríkisendurskoðun skilaði af sér skýrslu um rekstur og stjórnun Íslandspósts í gær. Fjárlaganefnd fór fram á að skýrslan yrði gerð eftir að í ljós kom að félagið stóð frammi fyrir miklum fjárhagsvanda og hafði fengið lán uppá hálfan milljarð. Þá liggur fyrir lánsheimild uppá einn og hálfan milljarð frá ríkinu. Ríkisendurskoðun gerir margvíslegar athugasemdir við rekstur og stjórnun póstsins og lagði til margs konar úrbætur. Bjarni Jónsson formaður stjórnar Íslandspósts segir að miklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir liggi nú fyrir hjá fyrirtækinu og á þessari stundu liggi ekki fyrir hvort öll lánsheimildin frá ríkissjóði verði nýtt. „Það verður bara aðeins að koma í ljós. Við erum að reyna hratt og vel að umbylta félaginu og svo er margt í ytra umhverfinu sem við vitum ekki hvernig þróast. Til dæmis eru nýsamþykkt póstlög sem við eigum eftir að átta okkur á hvað þýði fyrir félagið,“ segir Bjarni. Niðurstöður Ríkisendurskoðunnar um Íslandspóst voru kynntar á nefndarfundi hjá fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í gær. Helga Vala Helgadóttir formaður síðari nefndarinnar segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á eftir að fara gaumgæfilega yfir þetta allt saman. Við munum kalla fyrir Samkeppniseftirlitið fyrir og fyrrverandi og núverandi forstjóra. Það er ýmislegt sem við þurfum að spyrja útí,“ segir Helga. Björn Leví Gunnarsson nefndarmaður í fjárlaganefnd segir enn fremur nauðsynlegt að fá póst og fjarskiptastofnun fyrir nefndina. „Við báðum um að fá alla vega Samkeppniseftirlitið og Póst-og fjarskiptastofnun á fund. Við sitjum uppi með lántöku uppá einn og hálfan milljarð en enga lausn á því hvernig þetta verður til frambúðar,“ segir Björn Leví Gunnarsson.
Alþingi Íslandspóstur Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira