Erlent

Útiloka íkveikju

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þak kirkjunnar fór afar illa í brunanum og hin einstaka en þó umdeilda kirkjuspíra varð eldi að bráð.
Þak kirkjunnar fór afar illa í brunanum og hin einstaka en þó umdeilda kirkjuspíra varð eldi að bráð. Chesnot/Getty
Saksóknarar í París segja að íkveikja hafi ekki verið ástæðan fyrir eldsvoðanum í Notre Dame kirkjunni. Það liggur ekki enn fyrir hvers vegna eldurinn kviknaði en verið er að kanna ýmsar tilgátur. Ekki er útilokað að vítavert gáleysi hafi valdið eldinum.

Helstu tilgáturnar sem verið er að rannaka eru annars vegar hvort eldurinn hafi kviknað út frá glóð í sígarettustubbi og hins vegar hvort bilun hefði orðið í rafmagnskerfi.

Í yfirlýsingu saksóknara í París kemur fram að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Nú færi aftur á móti í hönd markvissari og umfangsmeiri rannsókn á eldsupptökum út frá fyrrnefndum tilgátum.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur heitið því að Notre Dame verði glæsilegri sem aldrei fyrr þegar Frakkar hafa lokið við endurreisn hennar. Hann vill að verkinu ljúki innan fimm ára en Ólympíuleikarnir í París hefjast sumarið 2024.

Yfir hundrað vitni hafa verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn á eldsupptökum en verktakafyrirtæki vann að viðgerðum á Notre Dame þegar eldurinn kviknaði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×