Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 19:30 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira