Ekki ólöglegt fyrir flokka að hagræða kjördæmamörkum sér í vil Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:55 Fólk bíður dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna með óþreyju fyrir utan dómhúsið í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times Bandaríkin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times
Bandaríkin Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira