Fótbolti

Ödegaard ætlar að framlengja við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Odegaard í leik með Norðmönnum.
Odegaard í leik með Norðmönnum. vísir/getty
Norska ungstirnið Martin Ödegaard er ekki gleymdur hjá Real Madrid þó svo hann hafi verið lánaður frá félaginu síðustu ár. Félagið hefur enn trú á honum.

Það vakti heimsathygli er Real samdi við Ödegaard er hann var aðeins 16 ára gamall. Nú fjórum árum síðar hefur hann tekið framförum en er ekki enn nógu góður til að spila fyrir spænska félagið.

Real er þó ánægt með framfarirnar og hefur mikinn áhuga á því að semja upp á nýtt og halda svo áfram að lána hann. Hann var hjá Vitesse í fyrra og Heerenveen leiktíðina þar á undan.

Fín spilamennska hans með Vitesse jók áhugann á honum og nú er talið að hann verði annað hvort lánaður til Bayer Leverkusen í Þýskalandi eða til Real Sociedad á Spáni.

Ödegaard er líka fastamaður hjá Lars Lagerbäck í norska landsliðinu þar sem hann hefur nú spilað 18 A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×