Hæðist að Hjörleifi fyrir að hafa kallað sig „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:29 Twitter-færsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur einkenndist af mikilli kaldhæðni. Vísir/Vilhelm „Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019 Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira