Spánverjar með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 20:45 Ramos kom Spánverjum á bragðið gegn Svíum. vísir/getty Spánn vann 3-0 sigur á Svíþjóð á Santiago Bernabéu í Madríd í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánverjar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni og eru með tólf stig á toppi F-riðils. Svíar eru í 2. sæti riðilsins með sjö stig. Staðan var markalaus í hálfleik. Á 64. mínútu fengu Spánverjar vítaspyrnu. Fyrirliðinn Sergio Ramos fór á punktinn og skoraði. Þetta var sjöunda mark hans í síðustu átta leikjum fyrir spænska landsliðið. Spánn fékk annað víti á 84. mínútu. Ramos leyfði Álvaro Morata að taka spyrnuna og hann skoraði. Þremur mínútum síðar kom Mikel Oyarzabal, leikmaður Real Sociedad, Spáni í 3-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30
Spánn vann 3-0 sigur á Svíþjóð á Santiago Bernabéu í Madríd í undankeppni EM 2020 í kvöld. Spánverjar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni og eru með tólf stig á toppi F-riðils. Svíar eru í 2. sæti riðilsins með sjö stig. Staðan var markalaus í hálfleik. Á 64. mínútu fengu Spánverjar vítaspyrnu. Fyrirliðinn Sergio Ramos fór á punktinn og skoraði. Þetta var sjöunda mark hans í síðustu átta leikjum fyrir spænska landsliðið. Spánn fékk annað víti á 84. mínútu. Ramos leyfði Álvaro Morata að taka spyrnuna og hann skoraði. Þremur mínútum síðar kom Mikel Oyarzabal, leikmaður Real Sociedad, Spáni í 3-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30
Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. júní 2019 20:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti