Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2019 21:00 Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor. Bílar Umhverfismál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor.
Bílar Umhverfismál Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira