Innlent

Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi.
Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir
Lögreglan á Suðurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysinu við Múlakot á laugardagskvöld.

Þau hétu Ægir Ib Wessman, fæddur 1963, eiginkona hans, Ellen Dahl Wessman, fædd 1964, og sonur þeirra Jón Emil Wessman, fæddur 1998.

Sonur þeirra hjóna Ægis og Ellenar og ung kona voru flutt mikið slösuð á sjúkrahús í Reykjavík eftir slysið og er líðan þeirra stöðug.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.





Fréttin hefur verið uppfærð.

Aðsend

Tengdar fréttir

Hjón létust í slysinu ásamt syni sínum

Hjón fórust ásamt syni sínum í flugslysinu sem varð við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld. Annar sonur hjónanna og tengdadóttir liggja alvarlega slösuð á Landspítalanum. Líðan þeirra er stöðug að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×