Miðflokksmenn sátu hjá við afgreiðslu frumvarps um loftslagsmál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 11:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni og sagði aðgerðirnar vera of hefðbundnar. FBL/Anton Brink Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp um loftslagsmál. Frumvarpið var samþykkt á þingfundi í dag með 45 atkvæðum og gengur það nú til þriðju umræðu á Alþingi. Markmiðið með frumvarpinu er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Lagt er til að ákvæði laganna um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum verði uppfært með það að markmiði að styrkja áætlunina sem stjórntæki til að ná markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 og til að standa við skuldbindingar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Að auki er lagt til ákvæði sem kveður á um aðlögun að loftslagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að loftslagsráð verði lögfest og að kveðið verði á um hlutverk og verkefni þess í lögum og sérstaklega tekið fram að ráðið verði sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Kveðið er á um reglulega skýrslugerð um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og samfélag á Íslandi. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgjafar- og eftirlitshlutverks Umhverfisstofnunar í tengslum við gerð loftslagsstefnu stofnana ríkisins nemi 14. milljónum kr. árlega. Þingmenn Miðflokksins Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson sátu sem fyrr segir öll hjá við afgreiðslu málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að nálgun, á borð við þá sem boðuð er í stjórnarfrumvarpinu, skili oft engum árangri. Nálgunin geti jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga.Fbl/EyþórOf hefðbundnar aðgerðir að mati Sigmundar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, gerði grein fyrir afstöðu sinni en hann sagði að með stjórnarfrumvarpinu sé verið að fást við mikilvægt viðfangsefni með allt of hefðbundnum aðferðum. „Það er tímabært að fara að nálgast þetta mikilvæga viðfangsefni af meiri skynsemishyggju með lausnum sem raunverulega virka. Það er ekkert sem bendir til þess að sú nálgun sem ríkisstjórnin kynnir hér muni skila umtalsverðum árangri,“ segir Sigmundur. Hann er þeirrar skoðunar að með frumvarpinu sé verið að búa til „meiri umgjörð, meiri stjórnsýslu, meira regluverk í kringum hlutina,“ án þess að búið sé að sýna fram á að það muni skila árangri að mati Sigmundar. „Því miður hefur nálgun sem þessi allt of oft skilað engum árangri og jafnvel leitt til neikvæðra afleiðinga hvað varðar loftslagsmála.“Stjórnarfrumvarp um loftslagsmál var samþykkt með 45 atkvæðum en þingflokkur Miðflokksins sat hjá við afgreiðslu málsins.Alþingi
Alþingi Loftslagsmál Miðflokkurinn Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira