Lífið

Svona hljómar Þjóðhátíðarlagið 2019

Andri Eysteinsson skrifar
Bjartmar samdi lagið Eyjarós, sem er þjóðhátíðarlagið í ár.
Bjartmar samdi lagið Eyjarós, sem er þjóðhátíðarlagið í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON
Nú líður senn að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem eins og endranær fer fram um Verslunarmannahelgi en í ár fer hátíðin fram 2.-4. ágúst.

Á hverju ári er bíða tilvonandi þjóðhátíðargestir spenntir eftir því að heyra hvernig nýtt þjóðhátíðarlag hljómar.

Í ár hefur Bjartmari Guðlaugssyni verið falið það verkefni að semja Þjóðhátíðarlagið. Bjartmar hefur nú skilað af sér sannkölluðum þjóðhátíðarslagara sem ber nafnið Eyjarós og má heyra lagið í spilaranum hér að neðan.

„Ég fékk bara hringingu og var valinn í þetta, ég gat ekki sagt annað en já og takk fyrir heiðurinn“ sagði Bjartmar í viðtali við Brennslubræður, Hjörvar Hafliðason, Ríkharð Óskar Guðnason og Kjartan Atla Kjartansson, í Brennslunni í morgun.

Bjartmar, sem er landanum alkunnugur fyrir textasnilld sína, segir að það hafi tekið langan tíma að semja textann við lagið Eyjarós, laglínan sjálf hafi ekki reynst Bjartmari erfið smíði.

„Ég er ógurlega lengi með texta, ég tek þá niður í hakk. Svo fæ ég vin minn Kára Waage, íslenskufræðing, til þess að lesa textana yfir. Þetta fer alveg í gegnum síu,“ sagði Bjartmar sem frumflytur lagið á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.