Þriðjungur dómara á Íslandi er konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2019 06:15 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira