Erlent

Tveir unglingar myrtir með tólf mínútna millibili í London

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vinnu við vettvang hnífsstungu í mars síðastliðnum.
Frá vinnu við vettvang hnífsstungu í mars síðastliðnum. Getty/Jack Taylor
Tveir unglingar, einn átján ára og annar nítján ára, voru myrtir með nokkurra mínútna milli bili í London í gærkvöldi. Mikið var um ofbeldi í borginni en auk þeirra voru þrír menn stungnir í Clapham í Suður-London í gærnótt. CNN greinir frá.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, sagðist á Twitter hafa orðið illt við að heyra af morðunum sem voru framin með 12 mínútna millibili.

Hnífstungur hafa verið vandamál í Bretlandi undanfarin ár og hefur tíðni þeirra aukist eftir því sem líður á. Annað fórnarlambið í gærkvöld, 18 ára drengur var stunginn til bana í Wandsworth, hann lést á vettvangi en lögregla handtók sex unga karlmenn, á aldrinum 16-19 ára, grunaða um verknaðinn.

12 mínútum síðar var lögregla mætt á vettvang skotárás í Woolwich þar sem 19 ára drengur hafði verið skotinn, hann lést einnig á vettvangi og voru þrír drengir og ein stúlka, á aldrinum 16-17 ára handtekinn vegna gruns um morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×