Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:41 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“ Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af sjaldgæfum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingar smitast af veirunni á Spáni og þykir heilbrigðisyfirvöldum þar í landi greiningin stórmerkileg, að sögn sóttvarnalæknis.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu íslenskra miðla í gærkvöldi og vísaði í spænska miðilinn El País. Í frétt El País segir að heilbrigðisyfirvöldum í Valensíahéraði á Spáni hafi borist tilkynning frá Landlæknisembættinu á Íslandi um að konurnar og drengurinn hafi greinst með Chikungunya-sótt eftir að hafa verið í fríi á Alicente í maí síðastliðnum. Chikungunya-veiran smitast aðeins með tveimur tegundum af moskítóflugum en ekki á milli manna. Veiran er nokkuð útbreidd í Afríku og Asíu en fágæt í Evrópu.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurEinkenni veirunnar eru m.a. hiti, vöðvaverkir og útbrot en Íslendingarnir voru öll með slík einkenni, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Þriðja systirin bíður greiningar og þá er verið að kanna hvort fleiri kunni að hafa smitast af veirunni í sömu ferð. Þórólfur vissi ekki um líðan systranna og drengsins en segir lækna þeirra fylgjast með þeim. Veiran sé almennt ekki hættuleg en þó geti sjúklingar fengið langvarandi liðvandamál. Þá er engin meðferð til við veirunni heldur er þess beðið að veikindin líði úr sjúklingunum. „En aðalmálið í þessu er að þetta hafi greinst og það sem er merkilegt er að þetta voru fyrstu tilfellin sem vitað var um að hafi smitast á Spáni,“ segir Þórólfur. Vissulega hafi einstaklingar greinst áður með veiruna þar í landi en þeir hafa hingað til smitast annars staðar, t.d. í Afríku. Þórólfur segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi verið í sambandi við heilbrigðisyfirvöld á Spáni. Þar á bæ þyki smit Íslendinganna stórfréttir. „Þeim finnst þetta stórmerkilegt að þetta hafi greinst, þau héldu að þetta gæti ekki smitast á Spáni.“
Heilbrigðismál Spánn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira