Framhaldsskóli verður grunnskóli Guðjón H. Hauksson skrifar 19. júní 2019 10:48 Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun