Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 14:46 Selena Gomez segir Instagram auka vanlíðan sína. Vísir/Getty Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri. Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00
Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00
Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30