Teslan ekki aftur í hendur Magnúsar eftir neitun Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2019 18:48 Magnús Ólafur Garðarsson fær ekki Tesluna sína aftur. Vísir Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur. Það var að morgni þriðjudagsins 20. desember 2016 sem Magnús ók Teslu bifreið sinni með einkanúmerinu NO-CO2 vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Aðstæður voru slæma en bentu gögn úr bílnum til þess að Magnús hefði ekið á allt að 180 kílómetra hraða. Missti hann stjórn á bílnum og lenti hann utan í öðrum bíl. Lagt var hald á bílinn og hann að lokum gerður upptækur vegna málsins. Í málskotsbeiðni Magnúsar til Hæstaréttar er byggt á því að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur þar sem sönnunargildi gagna í málinu hafi ekki verið rétt metið. Þá hafi niðurstaða Landsréttar verið reist á gögnum úr ökurita Tesla-bílsins sem aflað hafi verið með ólöglegum hætti frá framleiðenda hans. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða af öðrum ástæðum sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstarréttar um þau. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Tesla United Silicon Tengdar fréttir Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem vildi fá að áfrýja dómi Landsréttar frá því í apríl á þessu ári þar sem hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur. Þá var tugmilljóna króna Tesla-bíll Magnúsar gerður upptækur og nú því endanlega ljóst að Magnús fær bílinn ekki aftur. Það var að morgni þriðjudagsins 20. desember 2016 sem Magnús ók Teslu bifreið sinni með einkanúmerinu NO-CO2 vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Aðstæður voru slæma en bentu gögn úr bílnum til þess að Magnús hefði ekið á allt að 180 kílómetra hraða. Missti hann stjórn á bílnum og lenti hann utan í öðrum bíl. Lagt var hald á bílinn og hann að lokum gerður upptækur vegna málsins. Í málskotsbeiðni Magnúsar til Hæstaréttar er byggt á því að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur þar sem sönnunargildi gagna í málinu hafi ekki verið rétt metið. Þá hafi niðurstaða Landsréttar verið reist á gögnum úr ökurita Tesla-bílsins sem aflað hafi verið með ólöglegum hætti frá framleiðenda hans. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða af öðrum ástæðum sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstarréttar um þau. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Tesla United Silicon Tengdar fréttir Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48