16 ára gengur hringinn á fimmtíu dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júní 2019 19:52 Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. Ganga dagsins hjá Evu hófst á Eyrarbakka í morgun og fékk hún nokkrar góðar vinkonur til að ganga með sér en hún reiknar með að ganga um 35 kílómetra á dag. Eva hóf gönguferðina fyrir þremur dögum frá Hafnarfirði, sem er heimabærinn hennar. „Bróðir minn er langveikur með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og ég er að labba þessa ferð til að styrkja Barnaspítalann og gefa smá til baka fyrir móttökur þeirra“, segir Eva. Eva segir að allir séu velkomnir að ganga með henni, styttri eða lengri vegalengdir. „Já, ég er bara 16 ára, fædd 2002, ég verð 17 ára í ágúst svo ég er að verða eldri. Ég er bara í mjög góðu formi myndi ég segja, ég er búin að labba á Eyrarbakka, maður þarf að vera í góðu formi til að geta það, er það ekki?“ segir Eva og skellihlær.En hvað er hringurinn nákvæmlega langur og hvað eru þetta mörg skref?„Hann er um það bil eitt þúsund og fimm hundruð kílómetrar. Þetta á eftir að taka svona fimmtíu daga, þetta er svona fjögur þúsund skref sem ég er að ganga á dag“.Berglind Sigurðardóttir, Mamma Evu munu fylgja henni hringinn og vera til staðar ef eitthvað er. En hvernig slær mömmuhjartað við upphafi hringferðarinnar?„Hún er náttúrulega rosalega dugleg svo ég veit að hún getur þetta. Ef ef einhver skyldi geta þetta þá er það hún, ég myndi aldrei gera þetta sjálf“, segir Berglind.Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning:Bankareikningur:0545-14-001153Kennitala:2908022290 Heilsa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Eva Bryndís Ágústsdóttir, sem kallar sig Arkarann Evu ætla að eyða næstu fimmtíu dögum í að ganga hringinn í kringum landið. Eva sem er aðeins sextán ára gömul segist vera í mjög góðu formi og fari létt með að ganga hringinn. Ganga dagsins hjá Evu hófst á Eyrarbakka í morgun og fékk hún nokkrar góðar vinkonur til að ganga með sér en hún reiknar með að ganga um 35 kílómetra á dag. Eva hóf gönguferðina fyrir þremur dögum frá Hafnarfirði, sem er heimabærinn hennar. „Bróðir minn er langveikur með hjartagalla og Barnaspítalinn hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið og ég er að labba þessa ferð til að styrkja Barnaspítalann og gefa smá til baka fyrir móttökur þeirra“, segir Eva. Eva segir að allir séu velkomnir að ganga með henni, styttri eða lengri vegalengdir. „Já, ég er bara 16 ára, fædd 2002, ég verð 17 ára í ágúst svo ég er að verða eldri. Ég er bara í mjög góðu formi myndi ég segja, ég er búin að labba á Eyrarbakka, maður þarf að vera í góðu formi til að geta það, er það ekki?“ segir Eva og skellihlær.En hvað er hringurinn nákvæmlega langur og hvað eru þetta mörg skref?„Hann er um það bil eitt þúsund og fimm hundruð kílómetrar. Þetta á eftir að taka svona fimmtíu daga, þetta er svona fjögur þúsund skref sem ég er að ganga á dag“.Berglind Sigurðardóttir, Mamma Evu munu fylgja henni hringinn og vera til staðar ef eitthvað er. En hvernig slær mömmuhjartað við upphafi hringferðarinnar?„Hún er náttúrulega rosalega dugleg svo ég veit að hún getur þetta. Ef ef einhver skyldi geta þetta þá er það hún, ég myndi aldrei gera þetta sjálf“, segir Berglind.Þeir sem vilja og hafa tök á að styrkja Evu og þar með Barnaspítala hringsins geta lagt inn á eftirfarandi reikning:Bankareikningur:0545-14-001153Kennitala:2908022290
Heilsa Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira