Rúnar: Menn fá ekkert að anda því það er alltaf hótað með gulu spjaldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júní 2019 18:34 Ívar Orri gefur Kennie Chopart rautt spjald. vísir/bára „Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Sjá meira
„Gríðarlega ánægður með þrjú stig eftir að hafa verið einum færri lungan úr síðari hálfleik. Frábær karakter hjá drengjunum og þeir leystu það að vera einum færri ofboðslega vel þar sem við gáfum fá færi á okkur svo ég er virkilega ánægður með stigin,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 baráttusigur gegn KA í Frostaskjólinu í dag. Var þetta í annað skipti sem KR missir mann af velli í sumar. Síðast jöfnuðu þeir metin gegn Stjörnunni og nú náðu þeir í þrjú stig. Rúnar er eðlilega sáttur með baráttuna í sínu liði. „Lýsir viljanum og styrknum í strákunum að koma svona til baka, það er karakter í þessu liði. Strákar sem vilja leggja sig fram og ná árangi, þú nærð honum ekki nema með því að standa saman sem lið og þeir sýndu virkilega góðan karakter hér í dag.“ Var Rúnar spurður út í gulu spjöldin sem Kennie Knak Chopart fékk í dag en þau voru vægast sagt ódýrt. Má segja að Rúnar hafi ekki verið par sáttur með ákvörðun Ívars Orra Kristjánssonar, dómara leiksins, að reka Kennie út af. „Ég er ósammála báðum atvikum. Í fyrra gula spjaldinu er brotið á Kennie og hann mjög ósáttur, yppir öxlum og veifar höndum. Fyrir það fær hann gult en menn fá ekkert að anda neitt, það er alltaf hótað með gulum. Svo vill Ívar Orri meina að Kennie sé að dýfa sér þegar við hugsanlega að fá vítaspyrnu og gefur honum gult spjald. „Að sama skapi sleppir hann KA mönnum margoft, sérstaklega hér í restina þegar hann lætur leikinn fljóta. Við erum ósáttir við þetta en við unnum leikinn og það er fyrir öllu. Verst í þessu er að Kennie er að fara í leikbann,“ sagði Rúnar um atvikið, auðsjáanlega súr með gulu spjöldin og þá staðreynd að Kennie missir af næsta leik. Að lokum var Rúnar spurður út í meiðsli þeirra Arons Bjarka Jósepssonar og Skúla Jóns Friðgeirssoanr en sá síðarnefndi hefur ekki enn spilað það sem af er sumri. „Þeir eru á leið til baka en sú leið er löng. Sem betur fer erum við að fara inn í tveggja vikna pásu núna og þá vonandi geta þeir komist á skrið áður en að næsta törn hefst um miðjan júní. „Við erum búnir að vera dálítið særðir og sérstaklega slæmt að vera án Skúla í öllum leikjum Pepsi Max deildarinnar í sumar en hann er líklega einn besti varnarmaður deildarinnar og frábær fyrir okkur. „En við erum búnir að ná okkur í ágætan fjölda af stigum og erum ágætlega ánægðir með þessa fyrstu törn sem var að ljúka núna og þó það séu einhverjir meiddir þá er það bara hluti af þessu, það verða alltaf einhverjir meiddir og þess vegna þurfum við að hafa góða breidd í hópnum og ég er með hana í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum á iðagræna grasinu í Frostaskjóli.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Sjá meira
Leik lokið: KR - KA 1-0 | Þriðji sigur KR-inga í röð Sjálfsmark Hallgríms Mar Steingrímssonar skildi KR og KA að í leik liðanna í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í dag. 2. júní 2019 18:45