Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. júní 2019 07:47 Trump-hjónin þegar þau yfirgáfu Hvíta húsið fyrir ferð sína austur yfir Atlantshafið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur til Bretlands í opinbera heimsókn í dag en búist er við að forsetaflugvél hans lendi á Stansted-flugvelli klukkan átta að íslenskum tíma. Elísabet Englandsdrottning mun halda veislu honum til heiðurs í kvöld en Melania eiginkona hans er með í för. Búist er við mótmælaöldu á Bretlandseyjum vegna heimsóknar Trump og hafa fjöldafundir verið skipulagðir í London, Manchester, Belfast, Birmingham og Nottingham, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump á að funda með Theresu May, forsætisráðherra, sem lætur af embætti í vikunni. Trump hefur verið iðinn við að svara spurningum fréttamanna um Bretland upp á síðkastið og sagði hann á dögunum að Boris Johnson yrði frábær næsti leiðtogi landsins og þá sagði hann í viðtali við Sunday Times að Nigel Farage, formaður Brexit flokksins, ætti að fá sæti við samningaborðið hvað varðar útgöngu Breta úr ESB. Þá lýsti hann Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, sem ótuktarlegri í viðtali við enska sorpritið The Sun þegar borin voru undir hann ummæli hennar um að hún myndi flytja til Kanada yrði Trump forseti. Síðar hélt Trump því fram að hann hefði aldrei lýst Markle þannig og kenndi „falsfréttum“ enn um þrátt fyrir að upptaka væri til af því þegar hann lét ummælin falla. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Bandaríkjaforseti segir Breta eiga að sleppa því að semja við ESB um útgöngu úr sambandinu, hugnist þeim ekki sá samningur sem kemur upp úr viðræðunum. 2. júní 2019 13:46 Neitar að hafa kallað Markle illkvitna þrátt fyrir hljóðupptöku Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa kallað Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, illkvittna í viðtali við The Sun. 2. júní 2019 20:35 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Afskipti Trump af breskum stjórnmálum „óafsakanleg“ Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins, gagnrýnir ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði Boris Johnson vera „tilvalinn“ eftirmann Theresu May. 1. júní 2019 21:31 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kemur til Bretlands í opinbera heimsókn í dag en búist er við að forsetaflugvél hans lendi á Stansted-flugvelli klukkan átta að íslenskum tíma. Elísabet Englandsdrottning mun halda veislu honum til heiðurs í kvöld en Melania eiginkona hans er með í för. Búist er við mótmælaöldu á Bretlandseyjum vegna heimsóknar Trump og hafa fjöldafundir verið skipulagðir í London, Manchester, Belfast, Birmingham og Nottingham, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump á að funda með Theresu May, forsætisráðherra, sem lætur af embætti í vikunni. Trump hefur verið iðinn við að svara spurningum fréttamanna um Bretland upp á síðkastið og sagði hann á dögunum að Boris Johnson yrði frábær næsti leiðtogi landsins og þá sagði hann í viðtali við Sunday Times að Nigel Farage, formaður Brexit flokksins, ætti að fá sæti við samningaborðið hvað varðar útgöngu Breta úr ESB. Þá lýsti hann Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, sem ótuktarlegri í viðtali við enska sorpritið The Sun þegar borin voru undir hann ummæli hennar um að hún myndi flytja til Kanada yrði Trump forseti. Síðar hélt Trump því fram að hann hefði aldrei lýst Markle þannig og kenndi „falsfréttum“ enn um þrátt fyrir að upptaka væri til af því þegar hann lét ummælin falla.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Bandaríkjaforseti segir Breta eiga að sleppa því að semja við ESB um útgöngu úr sambandinu, hugnist þeim ekki sá samningur sem kemur upp úr viðræðunum. 2. júní 2019 13:46 Neitar að hafa kallað Markle illkvitna þrátt fyrir hljóðupptöku Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa kallað Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, illkvittna í viðtali við The Sun. 2. júní 2019 20:35 Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57 Afskipti Trump af breskum stjórnmálum „óafsakanleg“ Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins, gagnrýnir ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði Boris Johnson vera „tilvalinn“ eftirmann Theresu May. 1. júní 2019 21:31 Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Segir Farage eiga að taka þátt í viðræðum Breta við Evrópusambandið Bandaríkjaforseti segir Breta eiga að sleppa því að semja við ESB um útgöngu úr sambandinu, hugnist þeim ekki sá samningur sem kemur upp úr viðræðunum. 2. júní 2019 13:46
Neitar að hafa kallað Markle illkvitna þrátt fyrir hljóðupptöku Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa kallað Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, illkvittna í viðtali við The Sun. 2. júní 2019 20:35
Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Donald Trump segir Johnson alltaf hafa verið jákvæðan í hans garð, sem og Bandaríkjanna. 1. júní 2019 09:57
Afskipti Trump af breskum stjórnmálum „óafsakanleg“ Jeremy Corbyn, leiðtogi breska verkamannaflokksins, gagnrýnir ummæli Bandaríkjaforseta þar sem hann sagði Boris Johnson vera „tilvalinn“ eftirmann Theresu May. 1. júní 2019 21:31
Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag. 1. júní 2019 23:05