Týndur stuðningsmaður Liverpool fannst í fangelsi í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 19:30 Stuðningsmenn Liverpool sem tengjast fréttinni ekki en voru staddir á Estadio Wanda Metropolitano á laugardagskvöldið. Getty/Matthew Ashton Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa. England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa.
England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira