Erlent

Nítján ára fangelsi fyrir að kasta barni niður tvær hæðir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aranda var þungur á brún við dómsuppkvaðningu.
Aranda var þungur á brún við dómsuppkvaðningu. Elizabeth Flores/AP
Emmanuel Aranda, 24 ára gamall bandarískur maður, hefur verið dæmdur í 19 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa kastað fimm ára gömlum dreng fram af svölum á þriðju hæð í verslunarmiðstöðinni Mall of America í Minnesota í Bandaríkjunum.

Við yfirheyrslur sagðist Aranda hafa verið staddur í verslunarmiðstöðinni „í leit að einhverjum til þess að drepa.“ Drengurinn, sem heitir Landen, varð fyrir valinu.

Landen lifði fallið af en hlaut alvarlega áverka og þurfti að undirgangast margar aðgerðir eftir atvikið.

Foreldrar hans segja það kraftaverki líkast að Landen hafi lifað tólf metra hátt fallið af.

„Ég vildi óska þess að þú fengir að upplifa þann sársauka og þær kvalir sem þú hefur valdið stráknum mínum,“ segir í yfirlýsingu foreldranna sem lesin var við réttarhöldin.

„Þú ættir að hljóta þyngstu mögulegu refsingu sem þetta líf hefur upp á að bjóða svo þú skiljir þau áhrif sem gjörðir þínar hafa haft.“

Aranda kaus að nýta ekki tækifærið sem honum var veitt til þess að tjá sig við réttin þegar dómur var kveðinn upp.


Tengdar fréttir

Barni kastað niður tvær hæðir í Mall of America

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðtilraun gegn fimm ára gömlu barni en hann kastaði, eða ýtti því niður tvær hæðir í Mall of America á föstudaginn. Barnið er alvarlega slasað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×