Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomustaður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira