Fótbolti

Real Madrid borgar Eintracht Frankfurt 8,3 milljarða fyrir Jovic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Jovic.
Luka Jovic. Getty/ Marc Atkins
Luka Jovic er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid eftir að Eintracht Frankfurt samþykkti 52,4 milljóna punda tilboð í hann.

Eintracht Frankfurt fær því 8,3 milljarða fyrir þennan 21 árs gamla Bosníumann sem kom til þýska liðsins frá Benfica.

Benfica lánaði Luka Jovic fyrst til Frankfurt í tvö tímabil en Þjóðverjarnir nýttu sér síðan ákvæði í samingi Jovis í apríl og eignuðust hann að fullu í vor.





Eintracht Frankfurt þurfi því aðeins að borga Benfica 6,2 milljónir punda fyrir Luka Jovic í apríl og seldi hann fyrir meira en átta sinnum hærri upphæð í dag.





Luka Jovic skrifaði undir sex ára samning eða til ársins 2025.

Luka Jovic skoraði sautján mörk fyrir Frankfurt í þýsku deildinni á síðasta tímabili og átta mörk að auki í Evrópudeildinni.

Real Madrid staðfesti þetta á Twitter-síðu félagsins eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×