Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. júní 2019 18:30 Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. Dómsmálaráðuneytið telur að framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. Bókin Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits? eftir Björn Jón Bragason kom út árið 2016. Í bókinni er meðal annars fjallað um fund í innanríkisráðuneytinu hinn 14. febrúar 2011. Á fundinum lagði Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, fram minnisblað þar sem fram kom það mat að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra „hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað“ en deildin hefur nú verið lögð niður. Í bókinni segir jafnframt um efni fundarins: „Í framhaldinu var fjallað um afdrif þeirra mála sem þar voru til rannsóknar og meðal annars bar Asertamálið á góma. Á fundinum viðraði Hreiðar Eiríksson þá skoðun sína að ýmsir dómar, svo sem „Lyftaradómurinn,“ gerðu það að verkum að sumir innan eftirlitsins efuðust um að refsiheimildir gjaldeyrislaga stæðust og lagði því til að málið yrði fellt niður. Haraldur sagði að það liti illa út fyrir embættið ef málið yrði fellt niður og taldi öll tormerki á að gera það. Valtýr brást illa við þessari afstöðu ríkislögreglustjóra.“ Valtýr staðfesti þessa frásögn í þættinum Atvinnulífinu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut hinn 3. október 2017 þar sem efni bókarinnar var til umfjöllunar.Voru boðaðir á fund hjá ríkislögreglustjóra Í kjölfar sýningar á þættinum á Hringbraut hafði Guðmundur Guðjónsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra samband við Sigurð K. Kolbeinsson umsjónarmann þáttarins og Björn Jón Bragason höfund bókarinnar í sitt hvoru lagi í desember 2017. Var þess óskað að þeir kæmu til fundar við ríkislögreglustjóra. Þeir urðu ekki við þeirri ósk. Í kjölfarið hafði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri beint samband við Björn Jón þar sem hann ítrekaði ósk um fund hjá embætti ríkislögreglustjóra eða það sem Haraldur kallaði „létt spjall.“ Í þessu sama samtali sagðist Haraldur vera að íhuga að stefna Birni Jóni fyrir meiðyrði. Ekkert varð af þeirri málshöfðun og ekkert varð af fundinum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hinn 2. mars í fyrra barst þeim Birni Jóni og Sigurði svo bréf frá embætti ríkislögreglustjóra undirritað af Haraldi Johannessen, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrrverandi saksóknara efnahagsbrotadeildar og áðurnefndum Guðmundi. Bréfin eru samhljóða og eru þeir Björn Jón og Sigurður þar sakaðir um að bera ábyrgð á „ölögmætri meingerð“ gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Niðurlag bréfanna er svohljóðandi: „Ljóst er að af ásetningi var ekki leitað til okkar við gerð bókarinnar og gefið tækifæri til að greina frá staðreyndum máls eða svara rangfærslum. Hins vegar buðum við þér í desember 2017 að ræða við okkur og kynna þér gögn málsins. (…) Þótt fyrir liggi að umfjöllun bókarinnar sé markleysa er sýnt að þú berð ábyrgð á ólögmætri meingerð gagnvart þeim sem umfjöllunin beinist gegn.“ Þess skal getið að réttarvernd vegna ólögmætrar meingerðar nær aðeins til einstaklinga en ekki til embætta og stofnana.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu strax í kjölfarið.Dómsmálaráðuneytið lítur málið mjög alvarlegum augum Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Umboðsmaður ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf strax í kjölfarið athugun á málinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra. Dómsmálaráðuneytið telur að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar Johannessen og tiltekinna fyrrum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra en ekki hagsmuna embættisins sjálfs þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra frá 24. maí síðastliðnum segir: „Er það mat ráðuneytisins að þær upplýsingar sem fram komu í bréfunum hafi ekki að öllu leyti verið réttar og að framsetning þeirra hafi verið villandi og skapað óvissu fyrir viðtakendur bréfanna. (…) Það er mat ráðuneytisins með vísan til þess sem að ofan greinir að efni og framsetning þeirra bréfa sem mál þetta snýst um hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. (…) Samantekið lítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að Ríkislögreglustjóri skuli senda borgurum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir að embættið geri slíkar athugasemdir.“ Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að í ljósi yfirlýsingar ríkislögreglustjóra í svarbréfi til ráðuneytisins um að í framtíðinni verði gætt betur að orðanotkun í málum sem þessum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að beita heimildum í starfsmannalögum til að áminna Harald Johannessen þótt það sé „mat ráðuneytisins að efni og framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð.“ Sigurður K. Kolbeinsson segir að hann og Björn Jón hafi ekki tekið ákvörðun um næstu skref en segir að þeir séu að meta stöðu sína. „Við viljum fyrst og fremst fyrirbyggja að svona geti endurtekið sig í þjóðfélaginu. Það gengur ekki að háttsettir embættismenn misbeiti valdi sínu þegar þeir taka inn á sig einhverja gagnrýni og fara að nota embættin til að svara fyrir sig,“ segir Sigurður. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Harald Johannessen vegna málsins. Hann varð ekki við ósk um viðtal. Fréttastofu barst hins vegar tölvupóstur frá embætti ríkislögreglustjóra síðdegis í dag þar sem greint er frá því að embættið hafi sent þeim Birni Jóni og Sigurði bréf í gær, 3. júní, þar sem „beðist er velvirðingar á tilgreindum ummælum í bréfum embættisins til þeirra“ frá 2. mars 2018. Fréttin var uppfærð frá upphaflegri útgáfu með ítarlegri upplýsingum um efni fundarins í innanríkisráðuneytinu hinn 14. febrúar 2011 og koma fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason. Fjölmiðlar Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. Dómsmálaráðuneytið telur að framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. Bókin Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits? eftir Björn Jón Bragason kom út árið 2016. Í bókinni er meðal annars fjallað um fund í innanríkisráðuneytinu hinn 14. febrúar 2011. Á fundinum lagði Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, fram minnisblað þar sem fram kom það mat að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra „hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað“ en deildin hefur nú verið lögð niður. Í bókinni segir jafnframt um efni fundarins: „Í framhaldinu var fjallað um afdrif þeirra mála sem þar voru til rannsóknar og meðal annars bar Asertamálið á góma. Á fundinum viðraði Hreiðar Eiríksson þá skoðun sína að ýmsir dómar, svo sem „Lyftaradómurinn,“ gerðu það að verkum að sumir innan eftirlitsins efuðust um að refsiheimildir gjaldeyrislaga stæðust og lagði því til að málið yrði fellt niður. Haraldur sagði að það liti illa út fyrir embættið ef málið yrði fellt niður og taldi öll tormerki á að gera það. Valtýr brást illa við þessari afstöðu ríkislögreglustjóra.“ Valtýr staðfesti þessa frásögn í þættinum Atvinnulífinu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut hinn 3. október 2017 þar sem efni bókarinnar var til umfjöllunar.Voru boðaðir á fund hjá ríkislögreglustjóra Í kjölfar sýningar á þættinum á Hringbraut hafði Guðmundur Guðjónsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá ríkislögreglustjóra samband við Sigurð K. Kolbeinsson umsjónarmann þáttarins og Björn Jón Bragason höfund bókarinnar í sitt hvoru lagi í desember 2017. Var þess óskað að þeir kæmu til fundar við ríkislögreglustjóra. Þeir urðu ekki við þeirri ósk. Í kjölfarið hafði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri beint samband við Björn Jón þar sem hann ítrekaði ósk um fund hjá embætti ríkislögreglustjóra eða það sem Haraldur kallaði „létt spjall.“ Í þessu sama samtali sagðist Haraldur vera að íhuga að stefna Birni Jóni fyrir meiðyrði. Ekkert varð af þeirri málshöfðun og ekkert varð af fundinum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Hinn 2. mars í fyrra barst þeim Birni Jóni og Sigurði svo bréf frá embætti ríkislögreglustjóra undirritað af Haraldi Johannessen, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur fyrrverandi saksóknara efnahagsbrotadeildar og áðurnefndum Guðmundi. Bréfin eru samhljóða og eru þeir Björn Jón og Sigurður þar sakaðir um að bera ábyrgð á „ölögmætri meingerð“ gagnvart þeim sem umfjöllunin beindist gegn. Niðurlag bréfanna er svohljóðandi: „Ljóst er að af ásetningi var ekki leitað til okkar við gerð bókarinnar og gefið tækifæri til að greina frá staðreyndum máls eða svara rangfærslum. Hins vegar buðum við þér í desember 2017 að ræða við okkur og kynna þér gögn málsins. (…) Þótt fyrir liggi að umfjöllun bókarinnar sé markleysa er sýnt að þú berð ábyrgð á ólögmætri meingerð gagnvart þeim sem umfjöllunin beinist gegn.“ Þess skal getið að réttarvernd vegna ólögmætrar meingerðar nær aðeins til einstaklinga en ekki til embætta og stofnana.Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi hjá Hringbraut t.v. og Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna bréfanna frá embætti ríkislögreglustjóra. Umboðsmaður sendi dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf athugun á málinu strax í kjölfarið.Dómsmálaráðuneytið lítur málið mjög alvarlegum augum Björn Jón og Sigurður kvörtuðu til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Umboðsmaður ritaði dómsmálaráðuneytinu bréf sem hóf strax í kjölfarið athugun á málinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra. Dómsmálaráðuneytið telur að tilgangur bréfanna hafi verið að vernda persónulega hagsmuni Haraldar Johannessen og tiltekinna fyrrum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra en ekki hagsmuna embættisins sjálfs þrátt fyrir að bréfin hafi verið rituð á bréfsefni embættisins. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra frá 24. maí síðastliðnum segir: „Er það mat ráðuneytisins að þær upplýsingar sem fram komu í bréfunum hafi ekki að öllu leyti verið réttar og að framsetning þeirra hafi verið villandi og skapað óvissu fyrir viðtakendur bréfanna. (…) Það er mat ráðuneytisins með vísan til þess sem að ofan greinir að efni og framsetning þeirra bréfa sem mál þetta snýst um hafi verið ámælisverð og til þess fallin að rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra. (…) Samantekið lítur ráðuneytið það mjög alvarlegum augum að Ríkislögreglustjóri skuli senda borgurum bréf með fullyrðingum um ólögmæta háttsemi þeirra, án þess að með nokkrum hætti fáist séð að neinn lögmætur grundvöllur sé fyrir að embættið geri slíkar athugasemdir.“ Í bréfi dómsmálaráðuneytisins segir að í ljósi yfirlýsingar ríkislögreglustjóra í svarbréfi til ráðuneytisins um að í framtíðinni verði gætt betur að orðanotkun í málum sem þessum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að beita heimildum í starfsmannalögum til að áminna Harald Johannessen þótt það sé „mat ráðuneytisins að efni og framsetning bréfanna hafi verið ámælisverð.“ Sigurður K. Kolbeinsson segir að hann og Björn Jón hafi ekki tekið ákvörðun um næstu skref en segir að þeir séu að meta stöðu sína. „Við viljum fyrst og fremst fyrirbyggja að svona geti endurtekið sig í þjóðfélaginu. Það gengur ekki að háttsettir embættismenn misbeiti valdi sínu þegar þeir taka inn á sig einhverja gagnrýni og fara að nota embættin til að svara fyrir sig,“ segir Sigurður. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Harald Johannessen vegna málsins. Hann varð ekki við ósk um viðtal. Fréttastofu barst hins vegar tölvupóstur frá embætti ríkislögreglustjóra síðdegis í dag þar sem greint er frá því að embættið hafi sent þeim Birni Jóni og Sigurði bréf í gær, 3. júní, þar sem „beðist er velvirðingar á tilgreindum ummælum í bréfum embættisins til þeirra“ frá 2. mars 2018. Fréttin var uppfærð frá upphaflegri útgáfu með ítarlegri upplýsingum um efni fundarins í innanríkisráðuneytinu hinn 14. febrúar 2011 og koma fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið – vald án eftirlits eftir Björn Jón Bragason.
Fjölmiðlar Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira