Haney segir Tiger til syndanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2019 13:30 Haney og Tiger er allir voru vinir. vísir/getty Golfþjálfarinn umdeildi Hank Haney heldur áfram að koma sér í fjölmiðla og nú fyrir að svara gagnrýni frá sínum gamla lærisveini, Tiger Woods. Haney gerði allt vitlaust á dögunum er hann sagði að líklega myndi einhver kóresk stelpa vinna US Open hjá konunum. Ef hann ætti að setja nafn á sigurvegarann þá myndi hún líklega enda með nafnið Lee. Einhver Lee myndi vinna. Haney var sakaður um rasisma meðal annars fyrir þessi orð sín og var rekinn af útvarpsstöð PGA. Sigurvegari mótsins varð síðan Lee6 frá Kóreu. Haney til mikillar gleði. Hann sagði að tölfræðin hefði bent til þess. Hann hefði ekki verið með neina fordóma. Tiger Woods var spurður út í mál Haney á dögunum en Haney var sveifluþjálfari Tigers frá 2004 til 2010. Tiger hafði litla samúð með Haney og sagði að hann hefði fengið það sem hann ætti skilið. „Alveg er það ótrúlegt að Tiger Woods sé orðinn einhver siðgæðisvörður í málefnum tengdum konum,“ skrifaði Haney á Twitter. „Ég átti sex frábær ár með Tiger og ekki einu sinni heyrði hann mig vera með karlrembu eða kynþáttaníð. Nú virist hann vera orðinn hugsanalesari. Glerhús.“ Golf Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Tigers móðgar kvenkylfinga Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni. 31. maí 2019 23:30 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golfþjálfarinn umdeildi Hank Haney heldur áfram að koma sér í fjölmiðla og nú fyrir að svara gagnrýni frá sínum gamla lærisveini, Tiger Woods. Haney gerði allt vitlaust á dögunum er hann sagði að líklega myndi einhver kóresk stelpa vinna US Open hjá konunum. Ef hann ætti að setja nafn á sigurvegarann þá myndi hún líklega enda með nafnið Lee. Einhver Lee myndi vinna. Haney var sakaður um rasisma meðal annars fyrir þessi orð sín og var rekinn af útvarpsstöð PGA. Sigurvegari mótsins varð síðan Lee6 frá Kóreu. Haney til mikillar gleði. Hann sagði að tölfræðin hefði bent til þess. Hann hefði ekki verið með neina fordóma. Tiger Woods var spurður út í mál Haney á dögunum en Haney var sveifluþjálfari Tigers frá 2004 til 2010. Tiger hafði litla samúð með Haney og sagði að hann hefði fengið það sem hann ætti skilið. „Alveg er það ótrúlegt að Tiger Woods sé orðinn einhver siðgæðisvörður í málefnum tengdum konum,“ skrifaði Haney á Twitter. „Ég átti sex frábær ár með Tiger og ekki einu sinni heyrði hann mig vera með karlrembu eða kynþáttaníð. Nú virist hann vera orðinn hugsanalesari. Glerhús.“
Golf Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Tigers móðgar kvenkylfinga Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni. 31. maí 2019 23:30 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fyrrum þjálfari Tigers móðgar kvenkylfinga Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni. 31. maí 2019 23:30