Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 20:00 Hápunktur þáttanna er eldræða í réttarsal sem aldrei átti sér stað. Vísir/HBO „Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: „Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um síðustu helgi. Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernóbíl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Slysið varð þann 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að kjarnaofninn sprakk. Geislavirkt efni barst um nærliggjandi svæði, upp í andrúmsloftið og þaðan yfir Evrópu og víðar með víðtækum afleiðingum. Þáttaröðin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er hún með hæstu einkunn í sögu IMDB, 9,7 af 10. Þættirnir hafa vakið upp gríðarmikinn áhuga á slysinu og sögunni í kringum það. Sem dæmi má nefna að ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40 prósent frá því að þáttaröðin hóf göngu sína. Vinsældirnar ná einnig til Íslands en greinin „Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?“ á Vísindavefnum er til að mynda á topp tíu lista vefsins yfir mikið lesnar greinar að undanförnu.Stellan Skarsgard og Jared Harris leika aðalhutverkin í þáttunum.Mynd/HBOHrósað fyrir nákvæmni en skáldaleyfið er vissulega til staðar Þættirnir hafa einnig hlotið lof gagnrýnenda sem hafa þekkingu á kjarnorku, vísindum, sögu Sovétríkjanna og slysinu sjálfu og segja aðstandendur þáttanna hafa að miklu leyti tekist að gefa raunsanna lýsingu á því sem gerðist. Fyrirsögn vísindablaðamanns New York Times, sem heimsótt hefur kjarnorkuverið, er til að mynda eftirfarandi: „Töluvert af fantasíu í HBO-þáttunum Chernobyl en sannleikurinn er raunverulegur“.Sjá einnig: Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðumSem dæmi um hversu nálægt framleiðendur komast því sem raunverulega gerðist má nefna óhugnanleg atriði þar sem verkamenn þurftu að athafna sig upp á þaki kjarnorkuversins, steinsnar frá opnum kjarnaofni, til þess að moka geislavirki rusli og braki af þakinu svo hefja mætti störf við að hemja ofninn. Atriðið er tekið nánast beint upp úr myndefni sem tekið var upp er myndatökumaður fylgdi verkamönnunum upp á þak. Sjá má myndefnið þegar um nítján mínútur eru liðnar af myndinni hér að neðan.Craig Mazin, skapari þáttanna, ræddi þættina í ítarlegu viðtali við bandaríska fréttasíðuna VOX þar sem hann lét orðin sem þessi grein byrjar á falla. Í því sagði hann tærasta sannleikann um sögulega atburði oftar en ekki vera óhentugan til þess að segja ákveðan sögu í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. „Það sem maður getur gert er að laða fólk að sannleikanum með því að segja einhverja sögu. Þá getur maður sagt: Það sem þú hefur horft á er eiginlega, nánast satt, en kynntu þér málin,“ sagði Mazin. Því hafi hann ráðist í að framleiða sérstaka hlaðvarpsþætti samhliða þáttunum þar sem hann, ásamt öðrum, fer yfir hvað sé satt og hvað hafi verið fært í stílinn. Í viðtalinu kemur raunar fram að mjög erfitt hafi verið að átta sig á því hvað nákvæmlega hafi átt sér stað í aðdraganda og eftirköstum slyssins, þar sem svo margar heimildir stangist á. Sem dæmi um það nefnir hann atriði sem íslenski leikarinn Baltasar Breki Samper lék í.Almennt talið að sjálfboðaliðarnir þrír hafi látist skömmu síðar en annað kom á daginn stuttu fyrir tökur Baltasar lék einn af þremur köfurum sem þurftu að fara inn í kjarnorkuverið skömmu eftir sprenginguna til þess að tæma það af vatni sem þar hafði safnast fyrir. „Sagan um þetta sem ég hafði séð alls staðar, í blaðagreinum og bókum, var sú að þessir þrír menn hafi farið í vatnið, kafað, og svo dáið tveimur vikum síðar,“ sagði Mazin. Sex mánuðum fyrir tökur hafi hann hins vegar lesið bók þar sem sýnt var fram á að þeir hefðu ekki látist og að þeir hafi ekki þurft að kafa í vatninu, aðeins þurft að vaða það. Raunar væru tveir þeirra enn á lífi. Og þannig er það í þáttunum, Baltasar lifði af.En ýmislegt er þó fært í stílinn. Þeir sem horft hafa á þættina gætu gert sér í hugarlund að vísindamaðurinn Valerí Legasov og stjórnmálamaðurinn Boris Sjerbína hafi í sameiningu einir stjórnað öllum aðgerðum sem miðuðu að því að glíma við slysið, ásamt vísindamanninum Úlana Komtjúk, sem raunar var ekki til. Hún er svokallaður safnkarakter sem á að tákna þá fjölmörgu vísindamenn sem komu að því að redda málunum eftir sprenginguna. Shcherbina og Legasov voru líklega lykilmenn í því glíma við slysið, en vitaskuld komu fjölmargir að málunum.Eldræða Legasov átti sér ekki stað Persónan Legasov, í túlkun breska leikarans Jared Harris, hefur vakið mesta athygli, og þá ekki síst eldræða hans í lokaþættinum þar sem hann segir sovéska kerfinu til syndanna í réttarhöldunum sem haldin voru yfir þeim sem kerfið taldi bera ábyrgð á slysinu. Í þáttunum eru þrír menn á sakabekk en í raun voru þeir sex. Augljósasta frávikið frá sannleikanum í þáttunum tengist einmitt réttarhöldunum. Legasov var nefnilega ekki viðstaddur þau. Í nýlegri bók sagnfræðingsins Serhii Plokhy um slysið kemur fram að Legasov hafi verið staddur á sjúkrahúsi í Moskvu, þar sem hann reyndi að fremja sjálfsvíg.Kjarnorkuverið leit svona út í maí árið 1986.Getty/Wojtek LaskiÁður en réttarhöldin voru haldin fór Legasov fyrir sovéskri sendinefnd sem gaf Alþjóðakjarnorkumálastofnunninni í Vín í Austurríki skýrslu um slysið í ágúst árið 1986. Í þáttunum má sjá að Legasov virðist plagaður af samviskubiti vegna framgöngu sinnar í Vín en í minningargreinum sem birtust um Legasov í bandarískum fjölmiðlum er hann lést árið 1988 má lesa að vestrænir vísindamenn hafi hrósað honum fyrir hversu opinn var hann um ástæður slyssins, samanborið við þá leyndarhyggju sem einkenndi viðmót sovéskra yfirvalda.Minningu Legasov ekki haldið á loftiAf samtímafréttum má sjá að Legasov nefndi sex mistök sem starfsmenn orkuversins hafi gert við framkvæmd öryggisprófsins auk þess sem að hann sagði að það hafi verið illa hannað, litið framhjá grunnöryggisviðmiðum og að starfsmennirnir hafi hunsað augljós viðvörunarmerki. Þá sagði hann að þeir sem hönnuðu kjarnorkuofninn hefðu aldrei séð fyrir að þær aðstæður sem sköpuðust í Tsjernóbíl gæti komið upp, því hafi ekki verið gert ráð fyrir öryggisþröskuldum sem gætu aðstoðað á ögurstundu. „Voru þetta mannleg mistök eða hönnunargalli,“ svaraði Legasov spurningu blaðamanna sem spurði hann hvort að starfsfólk kjarnorkuversins bæri alla ábyrgð á slysinu.Jared Harris, til vinstri, og Valery Legasov, til hægri.Mynd/HBO.Í tímariti samtakanna Bulletin of Atomic Scientists, sömu samtaka og halda úti Dómsdagsklukkunni svokölluðu, frá árinu 1996, er haft eftir Legasov að hann hafi ekki logið í Vín, en heldur ekki sagt allan sannleikann. Hvað sem því líður er ljóst að minningu Legasov var ekki haldið hátt á lofti í Sovétríkjunum eða eftir fall Sovétríkjanna.Í fréttum vestrænna fjölmiðla af andláti hans í apríl árið 1988 er sérstaklega tekið fram að ekkert hafi verið minnst á nafn hans í opinberum minningarathöfnum um slysið í Sovétríkjunum sama ár, né hafi hafi hann sést á blaðamannafundi þar sem helstu kjarnorkuvísindamenn Sovétríkjanna ræddu eftirköst slyssins. Í dánartilkynningunni, sem undirrituð var af Mikhaíl Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, var Legasov hrósað fyrir rannsóknir sínar á raforkuframleiðslu með kjarnorku.Vonar að þættirnir verði til þess að almenningur kynni sér hina raunverulegu sögu Aðspurður um af hverju Mazin hafi tekið þá ákvörðun um að staðsetja Legasov í réttarsalnum þegar hann hafi í raun og veru ekki verið þar, sagði hann að sagan sem framleiðendur þáttanna vildu segja hafi einfaldlega krafist þess. „Ég get ekki sagt þessa sögu án þess að hann sé þarna, annars myndi enginn horfa á þetta. Áhorfendur þekkja hann og þeir vilja sjá þetta,“ sagði Mazin. Því hafi honum fundist mikilvægt að nota hlaðvarpsþættina til þess að segja frá því hvað hafi nákvæmlega gerst. Vonar hann að þættirnir verði til þess að áhorfendur kynni sér hvað nákvæmlega gerðist. „Með hliðsjón af því sem þú hefur séð þá hefur þú áhuga á því að vita meira og meira. Sá hluti er ekki einhver saga, sá hluti er sannleikurinn.“Hlaðvarpsþætti aðstandenda þáttanna má nálgast hér, auk þess sem að New Yorker, The Times í Bretlandi og New York Times hafa birt greinar þar sem farið er yfir hvað er satt og hvað er logið í þáttunum.Þættirnir voru sýndir á Stöð 2, sá síðasti á þriðjudagskvöld, en þeir eru áfram aðgengilegir í frelsinu. Bíó og sjónvarp Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: „Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um síðustu helgi. Þættirnir fjalla um stærsta kjarnorkuslys sögunnar eftir að öryggisprófun fór úrskeiðis í einum af kjarnaofnum kjarnorkuversins í Tsjernóbíl í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Slysið varð þann 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að kjarnaofninn sprakk. Geislavirkt efni barst um nærliggjandi svæði, upp í andrúmsloftið og þaðan yfir Evrópu og víðar með víðtækum afleiðingum. Þáttaröðin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er hún með hæstu einkunn í sögu IMDB, 9,7 af 10. Þættirnir hafa vakið upp gríðarmikinn áhuga á slysinu og sögunni í kringum það. Sem dæmi má nefna að ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40 prósent frá því að þáttaröðin hóf göngu sína. Vinsældirnar ná einnig til Íslands en greinin „Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?“ á Vísindavefnum er til að mynda á topp tíu lista vefsins yfir mikið lesnar greinar að undanförnu.Stellan Skarsgard og Jared Harris leika aðalhutverkin í þáttunum.Mynd/HBOHrósað fyrir nákvæmni en skáldaleyfið er vissulega til staðar Þættirnir hafa einnig hlotið lof gagnrýnenda sem hafa þekkingu á kjarnorku, vísindum, sögu Sovétríkjanna og slysinu sjálfu og segja aðstandendur þáttanna hafa að miklu leyti tekist að gefa raunsanna lýsingu á því sem gerðist. Fyrirsögn vísindablaðamanns New York Times, sem heimsótt hefur kjarnorkuverið, er til að mynda eftirfarandi: „Töluvert af fantasíu í HBO-þáttunum Chernobyl en sannleikurinn er raunverulegur“.Sjá einnig: Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðumSem dæmi um hversu nálægt framleiðendur komast því sem raunverulega gerðist má nefna óhugnanleg atriði þar sem verkamenn þurftu að athafna sig upp á þaki kjarnorkuversins, steinsnar frá opnum kjarnaofni, til þess að moka geislavirki rusli og braki af þakinu svo hefja mætti störf við að hemja ofninn. Atriðið er tekið nánast beint upp úr myndefni sem tekið var upp er myndatökumaður fylgdi verkamönnunum upp á þak. Sjá má myndefnið þegar um nítján mínútur eru liðnar af myndinni hér að neðan.Craig Mazin, skapari þáttanna, ræddi þættina í ítarlegu viðtali við bandaríska fréttasíðuna VOX þar sem hann lét orðin sem þessi grein byrjar á falla. Í því sagði hann tærasta sannleikann um sögulega atburði oftar en ekki vera óhentugan til þess að segja ákveðan sögu í sjónvarpsþætti eða kvikmynd. „Það sem maður getur gert er að laða fólk að sannleikanum með því að segja einhverja sögu. Þá getur maður sagt: Það sem þú hefur horft á er eiginlega, nánast satt, en kynntu þér málin,“ sagði Mazin. Því hafi hann ráðist í að framleiða sérstaka hlaðvarpsþætti samhliða þáttunum þar sem hann, ásamt öðrum, fer yfir hvað sé satt og hvað hafi verið fært í stílinn. Í viðtalinu kemur raunar fram að mjög erfitt hafi verið að átta sig á því hvað nákvæmlega hafi átt sér stað í aðdraganda og eftirköstum slyssins, þar sem svo margar heimildir stangist á. Sem dæmi um það nefnir hann atriði sem íslenski leikarinn Baltasar Breki Samper lék í.Almennt talið að sjálfboðaliðarnir þrír hafi látist skömmu síðar en annað kom á daginn stuttu fyrir tökur Baltasar lék einn af þremur köfurum sem þurftu að fara inn í kjarnorkuverið skömmu eftir sprenginguna til þess að tæma það af vatni sem þar hafði safnast fyrir. „Sagan um þetta sem ég hafði séð alls staðar, í blaðagreinum og bókum, var sú að þessir þrír menn hafi farið í vatnið, kafað, og svo dáið tveimur vikum síðar,“ sagði Mazin. Sex mánuðum fyrir tökur hafi hann hins vegar lesið bók þar sem sýnt var fram á að þeir hefðu ekki látist og að þeir hafi ekki þurft að kafa í vatninu, aðeins þurft að vaða það. Raunar væru tveir þeirra enn á lífi. Og þannig er það í þáttunum, Baltasar lifði af.En ýmislegt er þó fært í stílinn. Þeir sem horft hafa á þættina gætu gert sér í hugarlund að vísindamaðurinn Valerí Legasov og stjórnmálamaðurinn Boris Sjerbína hafi í sameiningu einir stjórnað öllum aðgerðum sem miðuðu að því að glíma við slysið, ásamt vísindamanninum Úlana Komtjúk, sem raunar var ekki til. Hún er svokallaður safnkarakter sem á að tákna þá fjölmörgu vísindamenn sem komu að því að redda málunum eftir sprenginguna. Shcherbina og Legasov voru líklega lykilmenn í því glíma við slysið, en vitaskuld komu fjölmargir að málunum.Eldræða Legasov átti sér ekki stað Persónan Legasov, í túlkun breska leikarans Jared Harris, hefur vakið mesta athygli, og þá ekki síst eldræða hans í lokaþættinum þar sem hann segir sovéska kerfinu til syndanna í réttarhöldunum sem haldin voru yfir þeim sem kerfið taldi bera ábyrgð á slysinu. Í þáttunum eru þrír menn á sakabekk en í raun voru þeir sex. Augljósasta frávikið frá sannleikanum í þáttunum tengist einmitt réttarhöldunum. Legasov var nefnilega ekki viðstaddur þau. Í nýlegri bók sagnfræðingsins Serhii Plokhy um slysið kemur fram að Legasov hafi verið staddur á sjúkrahúsi í Moskvu, þar sem hann reyndi að fremja sjálfsvíg.Kjarnorkuverið leit svona út í maí árið 1986.Getty/Wojtek LaskiÁður en réttarhöldin voru haldin fór Legasov fyrir sovéskri sendinefnd sem gaf Alþjóðakjarnorkumálastofnunninni í Vín í Austurríki skýrslu um slysið í ágúst árið 1986. Í þáttunum má sjá að Legasov virðist plagaður af samviskubiti vegna framgöngu sinnar í Vín en í minningargreinum sem birtust um Legasov í bandarískum fjölmiðlum er hann lést árið 1988 má lesa að vestrænir vísindamenn hafi hrósað honum fyrir hversu opinn var hann um ástæður slyssins, samanborið við þá leyndarhyggju sem einkenndi viðmót sovéskra yfirvalda.Minningu Legasov ekki haldið á loftiAf samtímafréttum má sjá að Legasov nefndi sex mistök sem starfsmenn orkuversins hafi gert við framkvæmd öryggisprófsins auk þess sem að hann sagði að það hafi verið illa hannað, litið framhjá grunnöryggisviðmiðum og að starfsmennirnir hafi hunsað augljós viðvörunarmerki. Þá sagði hann að þeir sem hönnuðu kjarnorkuofninn hefðu aldrei séð fyrir að þær aðstæður sem sköpuðust í Tsjernóbíl gæti komið upp, því hafi ekki verið gert ráð fyrir öryggisþröskuldum sem gætu aðstoðað á ögurstundu. „Voru þetta mannleg mistök eða hönnunargalli,“ svaraði Legasov spurningu blaðamanna sem spurði hann hvort að starfsfólk kjarnorkuversins bæri alla ábyrgð á slysinu.Jared Harris, til vinstri, og Valery Legasov, til hægri.Mynd/HBO.Í tímariti samtakanna Bulletin of Atomic Scientists, sömu samtaka og halda úti Dómsdagsklukkunni svokölluðu, frá árinu 1996, er haft eftir Legasov að hann hafi ekki logið í Vín, en heldur ekki sagt allan sannleikann. Hvað sem því líður er ljóst að minningu Legasov var ekki haldið hátt á lofti í Sovétríkjunum eða eftir fall Sovétríkjanna.Í fréttum vestrænna fjölmiðla af andláti hans í apríl árið 1988 er sérstaklega tekið fram að ekkert hafi verið minnst á nafn hans í opinberum minningarathöfnum um slysið í Sovétríkjunum sama ár, né hafi hafi hann sést á blaðamannafundi þar sem helstu kjarnorkuvísindamenn Sovétríkjanna ræddu eftirköst slyssins. Í dánartilkynningunni, sem undirrituð var af Mikhaíl Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, var Legasov hrósað fyrir rannsóknir sínar á raforkuframleiðslu með kjarnorku.Vonar að þættirnir verði til þess að almenningur kynni sér hina raunverulegu sögu Aðspurður um af hverju Mazin hafi tekið þá ákvörðun um að staðsetja Legasov í réttarsalnum þegar hann hafi í raun og veru ekki verið þar, sagði hann að sagan sem framleiðendur þáttanna vildu segja hafi einfaldlega krafist þess. „Ég get ekki sagt þessa sögu án þess að hann sé þarna, annars myndi enginn horfa á þetta. Áhorfendur þekkja hann og þeir vilja sjá þetta,“ sagði Mazin. Því hafi honum fundist mikilvægt að nota hlaðvarpsþættina til þess að segja frá því hvað hafi nákvæmlega gerst. Vonar hann að þættirnir verði til þess að áhorfendur kynni sér hvað nákvæmlega gerðist. „Með hliðsjón af því sem þú hefur séð þá hefur þú áhuga á því að vita meira og meira. Sá hluti er ekki einhver saga, sá hluti er sannleikurinn.“Hlaðvarpsþætti aðstandenda þáttanna má nálgast hér, auk þess sem að New Yorker, The Times í Bretlandi og New York Times hafa birt greinar þar sem farið er yfir hvað er satt og hvað er logið í þáttunum.Þættirnir voru sýndir á Stöð 2, sá síðasti á þriðjudagskvöld, en þeir eru áfram aðgengilegir í frelsinu.
Bíó og sjónvarp Tsjernobyl Umhverfismál Úkraína Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14
Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15
Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11