Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 20:46 Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Vísir/Jóhann K Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður. Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lögreglufélag Norðurlands vestra lýsir yfir fullum stuðningi með kvörtun sérsveitarmanna til dómsmálaráðuneytisins, sem er með málið til skoðunar, vegna óánægju með rekstur ríkislögreglustjóra á lögreglubílum. Félagið vill að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði alfarið lögð niður.Heimildir RÚV herma að lögreglustjórar landsins ætli að funda með ríkislögreglustjóra vegna málsins á föstudag og að mikil óánægja sé innan lögreglunnar með rekstur bílamiðstöðvarinnar. Sum lögregluembættin hafi farið þá leið að taka bíla á leigu sem hafi reynst ódýrara en að leigja af bílamiðstöðinni. Fyrirkomulagið í núverandi mynd er þannig að ríkislögreglustjóri rekur bílamiðstöð lögreglunnar og lögregluembættin leigja lögreglubílana af ríkislögreglustjóra. Lögreglufélag Norðurlands vestra sendi frá sér tilkynningu í kjölfar félagsfundar um málið. Þar segir að mikilvægt sé að sérsveitin verði aftur starfhæf á Norðurlandi rétt eins og núverandi skipulag ríkislögreglustjóra sjálfs gerir ráð fyrir. Lögreglufélagið beinir þeim tilmælum til Landssambands lögreglumanna að „standa í lappirnar, lögreglumönnum til heilla í þeim málum er varðar ríkislögreglustjóra“.Lögreglufélagið vill að Landsamband lögreglumanna standi í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra.Vísir/Jóhann KÍ tilkynningunni er minnt á að á landsþingi Landssambands lögreglumanna árið 2014 hefðu þrjár ályktanir verið samþykktar sem allar beindust gegn störfum ríkislögreglustjóra. „Sérstaklega er bent á ályktun er varðaði fata- og tækjamál, en þar var mótmælt vandræðum lögreglumanna við að nálgast lögreglufatnað. Nú fimm árum seinna hefur vandræðagangur ríkislögreglustjóra í fatamálum margfaldast og nú er svo komið að lögreglustjórar hver í sínu héraði reyna af mætti að kaupa föt á lögreglumenn án nokkurra útboða, og samræmi í fatamálum er lítið á milli embætta. Telur fundurinn að þar fari fram sóun á almannafé“. Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.
Lögreglan Tengdar fréttir Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30 Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56 Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni. 4. júní 2019 18:30
Helga Vala segir lögregluna fjársvelta Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi. 4. júní 2019 19:56
Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu. 3. júní 2019 06:15